Undrast klappstýrur nasista í umræðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2024 00:04 Sigmundur Davíð fann sig knúinn til að minna fólk á stjórn nasista hafi verið það hrikalegasta sem gerst hafi í sögu vestrænnar siðmenningar. Algrími Sigmundar á X-inu er greinilega orðið mjög súrt miðað við þessar áhyggjur hans. Vísir/Arnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar. Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira