Íslendingar eiga met í fjölgun innflytjenda Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 19:20 Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Íslands skera sig úr öðrum OECD ríkjum með ýmsum hætti. Stöð 2/Sigurjón Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að koma að koma í veg fyrir menningarárekstra í framtíðinni með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Hvergi innan ríkja OECD hefur innflytjendum fjölgað jafn hratt og mikið og á Íslandi. Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ný úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á stöðu innflytjenda á Íslandi er fyrsta úttekt sinnar tegundar hér á landi og dregur upp mjög forvitnilega mynd af þróun og stöðu mála. Thomas Liebig aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda segir Ísland skera sig úr á mörgum sviðum. „Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Þá er hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu hvergi hærra en á Íslandi,“ segir Liebig. Úttekt OECD á stöðu innflytjenda er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Úttekting var gerð að beiðni félags- og vinnumarkaðasráðherra.Stöð 2/Sigurjón Þannig tvöfaldaðist fjöldi innflytjenda á tíu ára tímabili frá 2011 til 2021 þegar innflytjendum fjölgaði úr tíu prósentum af mannfjöldanum í 20 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda eða 80 prósent komi frá ríkjum Evrópusambandsins, í austur- og mið-Evrópu og komi hingað beinlínis til að vinna. „Í þriðja lagi kemur síðan á óvart er atvinnuþátttaka innflytjenda er mest á Íslandi innan OECD. Það á ekki aðeins við um karlmenn heldur einnig um konur. Þannig að kynjabilið hér er einnig mjög lítið,“ segir Liebig. Fæstir fái hins vegar störf sem hæfi menntun þeirra á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Íslendingar standi sig líka verst í að kenna innflytjendum tungumál heimaríkisins af öllum OECD ríkjunum. Aðeins 18 prósent innflytjenda segist hafa góða kunnáttu í tungumálinu en 60 prósent að meðaltali í OECD ríkjunum. Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og sérfræðingur hjá OECD, segir kunnáttu í tungumáli heimalandsins ráða miklu um velferð innflytjenda og inngildingu þeirra í samfélagið.Stöð 2/Sigurjón Hlöðver Skúli Hákonarson höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD segir þetta skipta máli því um helmingur innflytjenda segist vilja setjast að á Íslandi til frambúðar. Einn þriðji væri óákveðin. „Tungumálafærni hefur mjög góð áhrif á möguleika innflytjenda til að finna starf sem er í samræmi við menntun þeirra. Sömuleiðis er ólíklegra fyrir þá sem eru góð í tungumálinu að upplifa mismunun. Þannig að það fylgja því alls konar áþreifanlegir kostir að læra tungumálið,“ segir Hlöðver Skúli. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp í innflytjendamálum í haust. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðar frumvarp um heildarstefnu í innflytjendamálum á haustþingi. Gera þurfi mun betur í íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna innflytjendur. „Það er svo margt fólk sem hingað kemur sem ákveður síðan að setjast hér að. Þá erum við komin inn í allt annað samhengi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Innflytjendamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Atvinnurekendur Tengdar fréttir Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10 Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Innflytjendur einsleitur og vannýttur hópur á Íslandi Innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Þeir eru jafnframt með hæstu atvinnuþátttökuna og hærri atvinnuþátttöku en innfæddir á Íslandi. Þrátt fyrir hagstæðar aðstæður á vinnumarkaði þarf inngilding innflytjenda að vera ofar á stefnuskránni. Huga þarf að starfsgæðum, tungumálakennslu og stöfnun hagtalna. 4. september 2024 11:10
Kynntu tíðindi af málefnum innflytjenda á Íslandi Ný úttekt OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, um málefni innflytjenda á Íslandi verður kynnt á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum í dag. Fundurinn verður í beinni á Vísi. 4. september 2024 09:51
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21