Ísland og alþjóðasáttmálar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 3. september 2024 17:59 Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu NATO Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun