Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Árni Sæberg skrifar 3. september 2024 15:03 Gísli Kr. hefur mikla reynslu af nýsköpunarbransanum. Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Snjallgögn séu tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þrói lausnir sem geri vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími. Áralöng reynsla af sölumálum Gísli Kr. hafi frá árinu 2010 setið í framkvæmdastjórn vaxta- og sprotafyrirtækjana atNorth, áður Advania Data Centers, sem byggi og reki gagnaver á Norðurlöndunum, og skýjatæknifélaginu Greenqloud. Bæði félögin hafi nú verið seld til erlendra félaga. Gísli hafi lengst haft sölu og markaðsmál á sinni könnu, ásamt vöru- og viðskiptaþróun, en einnig borið ábyrgð á fjármálum og rekstri. Síðastliðin fimmtán ár hafi Gísli einnig unnið sem ráðgjafi varðandi tæknilega innviði, viðskiptaþróun og markaðsmál ásamt því að sinna stjórnarsetu í ýmsum félagasamtökum. Verðmæt sérþekking að borðinu „Það skiptir okkur hjá Snjallgögnum lykilmáli að fjárfestar í fyrirtækinu komi með verðmæta sérþekkingu að borðinu; þekkingu sem annað hvort þarf að styrkja hjá okkur eða byggja upp frá grunni. Gísli Kr. er einn af fáum íslenskum sérfræðingum á sviði sölu- og markaðsmála í upplýsingatækni, sem hefur jafnframt mikla reynslu af sölu til erlendra stórfyrirtækja,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og eins stofnenda fyrirtækisins. Hjartans mál að styðja við nýsköpun „Það er mér hjartans mál að styðja við íslenska nýsköpun og gleðilegt að fá tækifæri til að taka þátt í jafn spennandi verkefni og Snjallgögnum. Gervigreindarlausnir Snjallgagna geta bylt rekstri fyrirtækja, ekki bara til framtíðar heldur strax í dag. Stefán og kollegar hafa smíðað öflugt rekstrartól sem fyrirtæki og stofnanir, óháð stærð og staðsetningu, geta nýtt til að tryggja sína samkeppnishæfni og rekstrarhagkvæmni. Ég hlakka til að taka þátt í þessari verðugu vegferð,“ er haft eftir Gísla Kr.. Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Tækni Gervigreind Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Snjallgögn séu tíu manna hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið þrói lausnir sem geri vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Lykilvara Snjallgagna sé gervigreindarkerfið Context Suite, sem sé safn hugbúnaðarlausna og innihaldi meðal annars þjónustugreind, eftirspurnargreind og snjallmennið Mími. Áralöng reynsla af sölumálum Gísli Kr. hafi frá árinu 2010 setið í framkvæmdastjórn vaxta- og sprotafyrirtækjana atNorth, áður Advania Data Centers, sem byggi og reki gagnaver á Norðurlöndunum, og skýjatæknifélaginu Greenqloud. Bæði félögin hafi nú verið seld til erlendra félaga. Gísli hafi lengst haft sölu og markaðsmál á sinni könnu, ásamt vöru- og viðskiptaþróun, en einnig borið ábyrgð á fjármálum og rekstri. Síðastliðin fimmtán ár hafi Gísli einnig unnið sem ráðgjafi varðandi tæknilega innviði, viðskiptaþróun og markaðsmál ásamt því að sinna stjórnarsetu í ýmsum félagasamtökum. Verðmæt sérþekking að borðinu „Það skiptir okkur hjá Snjallgögnum lykilmáli að fjárfestar í fyrirtækinu komi með verðmæta sérþekkingu að borðinu; þekkingu sem annað hvort þarf að styrkja hjá okkur eða byggja upp frá grunni. Gísli Kr. er einn af fáum íslenskum sérfræðingum á sviði sölu- og markaðsmála í upplýsingatækni, sem hefur jafnframt mikla reynslu af sölu til erlendra stórfyrirtækja,“ er haft eftir Stefáni Baxter, forstjóra Snjallgagna og eins stofnenda fyrirtækisins. Hjartans mál að styðja við nýsköpun „Það er mér hjartans mál að styðja við íslenska nýsköpun og gleðilegt að fá tækifæri til að taka þátt í jafn spennandi verkefni og Snjallgögnum. Gervigreindarlausnir Snjallgagna geta bylt rekstri fyrirtækja, ekki bara til framtíðar heldur strax í dag. Stefán og kollegar hafa smíðað öflugt rekstrartól sem fyrirtæki og stofnanir, óháð stærð og staðsetningu, geta nýtt til að tryggja sína samkeppnishæfni og rekstrarhagkvæmni. Ég hlakka til að taka þátt í þessari verðugu vegferð,“ er haft eftir Gísla Kr..
Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Tækni Gervigreind Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira