Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2024 09:01 Raxi og Ingólfur Arnarsson yngri að skoða undur Íslands eins og fuglinn fljúgandi. Fágæt innsýn og í mörgum tilfellum áður óséð náttúrufyrirbæri. vísir/rax Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. „Já, þetta er flugvélin mín. Ég á tvær. Ég tek mikið vídeó og rek þá vélina út með priki. Þetta er eins og fugl að taka mynd. Tæknin er orðin slík að það má stroka prikið út,“ segir Raxi og reynir að lýsa þessum undrum öllum fyrir blaðamanni Vísis. Vísir ætlar að birta með reglubundum hætti afrakstur ferða Raxa og þar er mörg stórmerkin að líta. Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssandi og regnbogi.vísir/rax Með Raxa í för að þessu sinni er frændi hans. „Ingólfur Arnarson Jr. landkönnuður,“ segir Raxi í gamansömum tóni. Hann segir ekki hægt að fara einn og Ingólfur sé flugmaður hjá Icelandair. Mælifell í öllu sínu veldi.vísir/rax Raxi vill ekki kannast við að hann sé ljósmyndari að atvinnu, hann segir þetta lífsstíl. „Á góðum degi á flugi yfir Íslandi, er stundum eins og að vera í öðrum heimi. Þegar horft er á landið með augum fuglsins má finna allskonar form og munstur í landinu sem allt of fáir sjá.“ Skrauti.vísir/rax Sumarið í ár hefur verið með endemum, líklega eitthvert það versta sem menn muna. En Raxi lætur það ekki á sig fá. „Þó að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í sumar og flugdagar fáir þá kemur einn og einn dagur þar sem birtir til og lífið fær lit. Þeir eru margir staðir á landinu þar sem þessi undraveröld birtist með sínum formfögru línum í landslaginu, einhverskonar abstrakt og kynjamyndir birtast. Sumt er mannana verk, annað er náttúran í sinni tærustu mynd.“ Gígur frá eldsumbrotunum á Reykjanesi.vísir/rax Og Raxi spyr hvernig Kjarval hefði málað landið hefði hann haft flugvél? „Já, eða einhver af abstrakt málurum heimsins. Birtan er síbreytileg þar sem hún dansar við fjöllin og náttúru landsins.“ Raxi segir undraveröld Ísland í raun óþrjótandi og eigi fáa sinn líka. „Á komandi vikum munum við leitast við að fljúga yfir Ísland og deila þeim hughrifum sem landið gefur þar sem frelsi fuglsins nýtur sín,“ segir Raxi sem einnig hyggur á sérstaka ferð til Grænlands. Blávatn á Mýrdalsjökli.vísir/rax Við skulum leyfa myndum úr safni Raxa, en þó aðeins broti, að tala sínu máli: Á Suðurlandi milli Hellu og Hvolsvallar.vísir/rax Heyskapur á Suðurlandi.vísir/rax Þetta gæti allt eins verið abstrakt málverk en hér er linsa meistarans að verki.vísir/rax Leyndardómsfullt hálendið sýnir sig en aðeins að hluta.vísir/rax Ljósmyndarinn sér óteljandi form og myndir úr óræðum jöklinum.vísir/rax Á flugi yfir Íslandi. Hér sést hvernig jöklarnir hopa.vísir/rax RAX Ljósmyndun Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
„Já, þetta er flugvélin mín. Ég á tvær. Ég tek mikið vídeó og rek þá vélina út með priki. Þetta er eins og fugl að taka mynd. Tæknin er orðin slík að það má stroka prikið út,“ segir Raxi og reynir að lýsa þessum undrum öllum fyrir blaðamanni Vísis. Vísir ætlar að birta með reglubundum hætti afrakstur ferða Raxa og þar er mörg stórmerkin að líta. Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssandi og regnbogi.vísir/rax Með Raxa í för að þessu sinni er frændi hans. „Ingólfur Arnarson Jr. landkönnuður,“ segir Raxi í gamansömum tóni. Hann segir ekki hægt að fara einn og Ingólfur sé flugmaður hjá Icelandair. Mælifell í öllu sínu veldi.vísir/rax Raxi vill ekki kannast við að hann sé ljósmyndari að atvinnu, hann segir þetta lífsstíl. „Á góðum degi á flugi yfir Íslandi, er stundum eins og að vera í öðrum heimi. Þegar horft er á landið með augum fuglsins má finna allskonar form og munstur í landinu sem allt of fáir sjá.“ Skrauti.vísir/rax Sumarið í ár hefur verið með endemum, líklega eitthvert það versta sem menn muna. En Raxi lætur það ekki á sig fá. „Þó að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í sumar og flugdagar fáir þá kemur einn og einn dagur þar sem birtir til og lífið fær lit. Þeir eru margir staðir á landinu þar sem þessi undraveröld birtist með sínum formfögru línum í landslaginu, einhverskonar abstrakt og kynjamyndir birtast. Sumt er mannana verk, annað er náttúran í sinni tærustu mynd.“ Gígur frá eldsumbrotunum á Reykjanesi.vísir/rax Og Raxi spyr hvernig Kjarval hefði málað landið hefði hann haft flugvél? „Já, eða einhver af abstrakt málurum heimsins. Birtan er síbreytileg þar sem hún dansar við fjöllin og náttúru landsins.“ Raxi segir undraveröld Ísland í raun óþrjótandi og eigi fáa sinn líka. „Á komandi vikum munum við leitast við að fljúga yfir Ísland og deila þeim hughrifum sem landið gefur þar sem frelsi fuglsins nýtur sín,“ segir Raxi sem einnig hyggur á sérstaka ferð til Grænlands. Blávatn á Mýrdalsjökli.vísir/rax Við skulum leyfa myndum úr safni Raxa, en þó aðeins broti, að tala sínu máli: Á Suðurlandi milli Hellu og Hvolsvallar.vísir/rax Heyskapur á Suðurlandi.vísir/rax Þetta gæti allt eins verið abstrakt málverk en hér er linsa meistarans að verki.vísir/rax Leyndardómsfullt hálendið sýnir sig en aðeins að hluta.vísir/rax Ljósmyndarinn sér óteljandi form og myndir úr óræðum jöklinum.vísir/rax Á flugi yfir Íslandi. Hér sést hvernig jöklarnir hopa.vísir/rax
RAX Ljósmyndun Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira