Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2024 09:01 Raxi og Ingólfur Arnarsson yngri að skoða undur Íslands eins og fuglinn fljúgandi. Fágæt innsýn og í mörgum tilfellum áður óséð náttúrufyrirbæri. vísir/rax Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. „Já, þetta er flugvélin mín. Ég á tvær. Ég tek mikið vídeó og rek þá vélina út með priki. Þetta er eins og fugl að taka mynd. Tæknin er orðin slík að það má stroka prikið út,“ segir Raxi og reynir að lýsa þessum undrum öllum fyrir blaðamanni Vísis. Vísir ætlar að birta með reglubundum hætti afrakstur ferða Raxa og þar er mörg stórmerkin að líta. Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssandi og regnbogi.vísir/rax Með Raxa í för að þessu sinni er frændi hans. „Ingólfur Arnarson Jr. landkönnuður,“ segir Raxi í gamansömum tóni. Hann segir ekki hægt að fara einn og Ingólfur sé flugmaður hjá Icelandair. Mælifell í öllu sínu veldi.vísir/rax Raxi vill ekki kannast við að hann sé ljósmyndari að atvinnu, hann segir þetta lífsstíl. „Á góðum degi á flugi yfir Íslandi, er stundum eins og að vera í öðrum heimi. Þegar horft er á landið með augum fuglsins má finna allskonar form og munstur í landinu sem allt of fáir sjá.“ Skrauti.vísir/rax Sumarið í ár hefur verið með endemum, líklega eitthvert það versta sem menn muna. En Raxi lætur það ekki á sig fá. „Þó að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í sumar og flugdagar fáir þá kemur einn og einn dagur þar sem birtir til og lífið fær lit. Þeir eru margir staðir á landinu þar sem þessi undraveröld birtist með sínum formfögru línum í landslaginu, einhverskonar abstrakt og kynjamyndir birtast. Sumt er mannana verk, annað er náttúran í sinni tærustu mynd.“ Gígur frá eldsumbrotunum á Reykjanesi.vísir/rax Og Raxi spyr hvernig Kjarval hefði málað landið hefði hann haft flugvél? „Já, eða einhver af abstrakt málurum heimsins. Birtan er síbreytileg þar sem hún dansar við fjöllin og náttúru landsins.“ Raxi segir undraveröld Ísland í raun óþrjótandi og eigi fáa sinn líka. „Á komandi vikum munum við leitast við að fljúga yfir Ísland og deila þeim hughrifum sem landið gefur þar sem frelsi fuglsins nýtur sín,“ segir Raxi sem einnig hyggur á sérstaka ferð til Grænlands. Blávatn á Mýrdalsjökli.vísir/rax Við skulum leyfa myndum úr safni Raxa, en þó aðeins broti, að tala sínu máli: Á Suðurlandi milli Hellu og Hvolsvallar.vísir/rax Heyskapur á Suðurlandi.vísir/rax Þetta gæti allt eins verið abstrakt málverk en hér er linsa meistarans að verki.vísir/rax Leyndardómsfullt hálendið sýnir sig en aðeins að hluta.vísir/rax Ljósmyndarinn sér óteljandi form og myndir úr óræðum jöklinum.vísir/rax Á flugi yfir Íslandi. Hér sést hvernig jöklarnir hopa.vísir/rax RAX Ljósmyndun Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Já, þetta er flugvélin mín. Ég á tvær. Ég tek mikið vídeó og rek þá vélina út með priki. Þetta er eins og fugl að taka mynd. Tæknin er orðin slík að það má stroka prikið út,“ segir Raxi og reynir að lýsa þessum undrum öllum fyrir blaðamanni Vísis. Vísir ætlar að birta með reglubundum hætti afrakstur ferða Raxa og þar er mörg stórmerkin að líta. Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar á Mýrdalssandi og regnbogi.vísir/rax Með Raxa í för að þessu sinni er frændi hans. „Ingólfur Arnarson Jr. landkönnuður,“ segir Raxi í gamansömum tóni. Hann segir ekki hægt að fara einn og Ingólfur sé flugmaður hjá Icelandair. Mælifell í öllu sínu veldi.vísir/rax Raxi vill ekki kannast við að hann sé ljósmyndari að atvinnu, hann segir þetta lífsstíl. „Á góðum degi á flugi yfir Íslandi, er stundum eins og að vera í öðrum heimi. Þegar horft er á landið með augum fuglsins má finna allskonar form og munstur í landinu sem allt of fáir sjá.“ Skrauti.vísir/rax Sumarið í ár hefur verið með endemum, líklega eitthvert það versta sem menn muna. En Raxi lætur það ekki á sig fá. „Þó að veðrið hafi spilað stórt hlutverk í sumar og flugdagar fáir þá kemur einn og einn dagur þar sem birtir til og lífið fær lit. Þeir eru margir staðir á landinu þar sem þessi undraveröld birtist með sínum formfögru línum í landslaginu, einhverskonar abstrakt og kynjamyndir birtast. Sumt er mannana verk, annað er náttúran í sinni tærustu mynd.“ Gígur frá eldsumbrotunum á Reykjanesi.vísir/rax Og Raxi spyr hvernig Kjarval hefði málað landið hefði hann haft flugvél? „Já, eða einhver af abstrakt málurum heimsins. Birtan er síbreytileg þar sem hún dansar við fjöllin og náttúru landsins.“ Raxi segir undraveröld Ísland í raun óþrjótandi og eigi fáa sinn líka. „Á komandi vikum munum við leitast við að fljúga yfir Ísland og deila þeim hughrifum sem landið gefur þar sem frelsi fuglsins nýtur sín,“ segir Raxi sem einnig hyggur á sérstaka ferð til Grænlands. Blávatn á Mýrdalsjökli.vísir/rax Við skulum leyfa myndum úr safni Raxa, en þó aðeins broti, að tala sínu máli: Á Suðurlandi milli Hellu og Hvolsvallar.vísir/rax Heyskapur á Suðurlandi.vísir/rax Þetta gæti allt eins verið abstrakt málverk en hér er linsa meistarans að verki.vísir/rax Leyndardómsfullt hálendið sýnir sig en aðeins að hluta.vísir/rax Ljósmyndarinn sér óteljandi form og myndir úr óræðum jöklinum.vísir/rax Á flugi yfir Íslandi. Hér sést hvernig jöklarnir hopa.vísir/rax
RAX Ljósmyndun Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira