Af hverju bíður barnið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 3. september 2024 07:31 Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar