Mongólía hunsar handtökuskipun Alþjóðlega sakamáladómstólsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2024 07:33 Pútín virtist ekki hafa miklar áhyggjuar af því í gær að verða handtekinn. AP/Sputnik/Kristina Kormilitsyna Stjórnvöld í Mongólíu hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að bjóða Vladimir Pútín Rússlandsforseta velkominn til landsins með heiðursverði, í stað þess að handtaka hann. Mongólía á aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem gaf út handtökuskipun á hendur Pútín í fyrra. Hann er sakaður um að hafa framið stríðsglæp þegar úkraínsk börn voru tekin og flutt til Rússlands. Pútín kom til Mongólíu seint í gær og fékk höfðinglegar móttökur. Þegar fregnir bárust af ferðinni ítrekaði dómstóllinn að yfirvöldum í Mongólíu bæri að handtaka forsetann en Rússar létu sér það í léttu rúmi liggja. „Við höfum engar áhyggjur, við eigum í góðu sambandi við vini okkar í Mongólíu,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, spurður um málið fyrir helgi. Mongólía liggur á milli Rússlands og Kína og hefur freistað þess að eiga góð samskipti bæði við nágranna sína og Vesturlönd. Það er hins vegar afar háð Rússlandi og fær meðal annars 95 prósent eldsneytis síns þaðan. Það hefur freistað þess að vera hlutlaust þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Munkhnaran Bayarlkhagva, alþjóðastjórnmálagreinandi og fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Mongólíu, segir þarlend yfirvöld líklega hafa metið það svo að afleiðingar heimsóknarinnar yrðu litlar, þar sem ríki hefðu áður látið fyrir farast að framfylgja handtökuskipunum Alþjóðlega sakamáladómstólsins. „[Stjórnvöld í Mongólíu] hafa valið að viðhalda fyrirsjáanlegum samskiptum við Rússland og fara í krísustjórnun eftir á. Þegar allt kemur til alls þá breytir þú því ekki hvernig landið liggur,“ segir Bayarlkhagva. Rússland Mongólía Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Mongólía á aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum, sem gaf út handtökuskipun á hendur Pútín í fyrra. Hann er sakaður um að hafa framið stríðsglæp þegar úkraínsk börn voru tekin og flutt til Rússlands. Pútín kom til Mongólíu seint í gær og fékk höfðinglegar móttökur. Þegar fregnir bárust af ferðinni ítrekaði dómstóllinn að yfirvöldum í Mongólíu bæri að handtaka forsetann en Rússar létu sér það í léttu rúmi liggja. „Við höfum engar áhyggjur, við eigum í góðu sambandi við vini okkar í Mongólíu,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, spurður um málið fyrir helgi. Mongólía liggur á milli Rússlands og Kína og hefur freistað þess að eiga góð samskipti bæði við nágranna sína og Vesturlönd. Það er hins vegar afar háð Rússlandi og fær meðal annars 95 prósent eldsneytis síns þaðan. Það hefur freistað þess að vera hlutlaust þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Munkhnaran Bayarlkhagva, alþjóðastjórnmálagreinandi og fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðs Mongólíu, segir þarlend yfirvöld líklega hafa metið það svo að afleiðingar heimsóknarinnar yrðu litlar, þar sem ríki hefðu áður látið fyrir farast að framfylgja handtökuskipunum Alþjóðlega sakamáladómstólsins. „[Stjórnvöld í Mongólíu] hafa valið að viðhalda fyrirsjáanlegum samskiptum við Rússland og fara í krísustjórnun eftir á. Þegar allt kemur til alls þá breytir þú því ekki hvernig landið liggur,“ segir Bayarlkhagva.
Rússland Mongólía Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira