Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 22:02 Benóný Breki Andrésson skoraði þrennu gegn ÍA en mögulega hefðu þau átt að vera fjögur. Vísir/Viktor Freyr Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn