Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 22:02 Benóný Breki Andrésson skoraði þrennu gegn ÍA en mögulega hefðu þau átt að vera fjögur. Vísir/Viktor Freyr Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Táningurinn skoraði þrennu en Stúkan er handviss um að þau hafi átt að vera fjögur en það fjórða var dæmt af þar sem boltinn var talinn hafa farið út af vellinum í fyrirgjöfinni sem endaði á enni framherjans öfluga. Eftir að Baldur Sigurðsson hafði rætt fyrsta mark leiksins, sem Hinrik Harðarson skoraði fyrir gestina, snerist umræðan að Benóný Breka Andréssyni og mörkunum hans þremur. „Það sem gerist í kjölfarið er að Skagamenn smituðust af ruglinu og þeir tóku varnarleikinn niður á næsta stig. Sjáum mörkin sem KR skorar, þessi þrenna hjá Benóný Breka – þetta er allt einhvern veginn að þeir eru að dekka illa,“ sagði Baldur og heldur áfram. „Þetta er ólíkt Skaganum, hafa verið öflugir í sínum varnarleik og ekki verið að fá á sig svona mörk. Þetta bara drap Skagamenn,“ bætti Baldur við áður en Atli Viðar Björnsson fékk orðið. Jón Gísli Eyland Gíslason tekur innkast.Vísir/Viktor Freyr „Varnarfærslurnar þeirra hafa verið í lagi en í sérstaklega fyrsta markinu, hvernig Benóný Breki getur valsað af nærstöng yfir á fjær án þess að nokkrum detti í hug að dekka hann.“ „Mér finnst hreyfingin hjá Benóný Breka í þriðja markinu algjört gull, hvernig hann þykist ætla að fara á nærstöng fram fyrir Oliver Stefánsson og laumar sér svo á fjær. Frábær hreyfing.“ „Að sama skapi vel gert, við vitum að Benóný Breki getur þetta og Aron (Sigurðsson) öflugur. Við höfum verið að kalla eftir þessu og þeir stóðu sig svo sannarlega vel í þessum leik,“ sagði Baldur einnig. Aron átti góðan leik.Vísir/Viktor Freyr Markið sem var dæmt af „Aðstoðardómarinn hlýtur að meta það þannig að boltinn hafi farið aftur fyrir í fyrirgjöfinni og þaðan aftur inn á því hann er ekki kominn aftur fyrir þarna (Þegar Luke Rae spyrnir boltanum),“ sagði Gummi Ben um það sem hefði átt að vera fjórða mark KR í leiknum. „Ég dúxaði ekki í öllum eðlisfræðiáföngunum en ég fullyrði það samkvæmt minni eðlisfræði er þetta nánast ekki möguleiki úr þessari fyrirgjöf. Ef þú nærð boltanum í sveig út fyrir völlinn og svo út fyrir markteiginn þar sem hann er skallaður í markið þá ertu undrabarn, og Luke Rae er ekki undrabarn,“ bætti Gummi við. Luke Rae í leiknum.Vísir/Viktor Freyr Atli Viðar var þó ekki sammála þar sem aðstoðardómarinn var ekki í mynd og því ómögulegt að vita hvar hann stóð þegar boltanum var spyrnt. „Það bendir til þess að hann er alveg út við hornfána. Ég er til í að leyfa honum að njóta vafans þar sem hann er í bestu mögulegu stöðunni til að sjá þetta,“ sagði Atli Viðar og var því ósammála bæði Gumma og Baldri. „Byrjar þetta aftur, að sleikja upp aðstoðardómara,“ skaut Gummi á Atla Viðar. „Boltinn fer bara svo langt út. Ef hann skallar þetta inn í markteig á fjær þá finnst mér þetta mögulegt,“ sagði Baldur en fékk í raun ekki að klára því Gummi benti á að Baldur, sem væri nú verkfræðingur, væri sammála sér. „Það gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Klippa: Stúkan: „Gefur mér byr undir báða vængi að verkfræðingurinn taki undir með mér.“ Atli Viðar lét þó ekki segjast og taldi aðstoðardómarann hafa tekið rétta ákvörðun þar sem hann var ekki í mynd. „Stundum ertu of nálægt þessu, ég hef séð það oft hjá dómurum. Þeir eru of nálægt hlutunum,“ sagði Gummi jafnframt en umræðuna sem og klippur af mörkunum, þar á meðal því sem fékk ekki að standa, má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira