Viðauki við samning SÍ og SÁÁ hluti af aðgerðum gegn ópíóðavandanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 19:14 Samningurinn var undirritaður við sjúkrahúsið á Vogi. Stjórnarráðið Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti í dag viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknisjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að viðaukinn feli í sér viðbótarþjónustu sem heilbrigðisstofnanir geti vísað í og þannig aukið aðgengi að mikilvægri meðferð í þeim tilgangi að tryggja tímanlegt aðgengi. Viðaukinn sé liður í að stytta bið eftir þjónustu ásamt því að auka aðgengi að viðeigandi úrræðum að undangengnu faglegu mati á meðferðarþörf. Þannig megi skapa samfellu milli þjónustuþrepa í heilbrigðisþjónustu og auka samvinnu við aðra þjónustuveitendur. Lagt sé upp með að viðaukasamningurinn verði hluti af nýjum heildarsamningi um þjónustu SÁÁ sem stefnt er að taki gildi um áramótin. Lofa aukinni þjónustu Í tilkynningunni kemur fram að í samningnum hafi sérstaklega verið lagt til að þróuð yrði flýtimóttaka þar sem einstaklingum í bráðum vanda sé tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Willum Þór segir mikilvægan áfanga felast í þessum samningsviðauka sem feli í sér aukna þjónustu og bætt aðgengi: „Auk þess að fjölga viðhaldsmeðferðum er ánægjulegt að sjá flýtimóttöku raungerast, samvinnu stofnana, Landspítala og SÁÁ fyrir þau sem eru í brýnni þörf á innlögn eða meðferð,“ er haft eftir honum. Þá kemur fram að tilvísanir í þjónustuna fari í sérstakan farveg innan SÁÁ, með faglegu mati á þörf og aðgengi að viðeigandi þjónustustigi. Jafnframt geri viðaukinn SÁÁ kleift að auka þjónustu við einstaklinga með ópíóíðafíkn. Miðað er við að allt að 450 einstaklingar hafi aðgang að lyfjameðferð við ópíóíðafíkn árlega í göngudeild. Liður í aðgerðum stjórnvalda Loks segir að umfangsmikil stefnumótun standi yfir í heilbrigðisráðuneytinu í málaflokknum og starfshópur sé að störfum að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Sú stefna muni taka til forvarna, meðferðarúrræða, eftirfylgni meðferðar, endurhæfingar og lagaumhverfis. Áhersla sé lögð á að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa með tilliti til meðferðar við fíknisjúkdómi. Samhliða vinnu starfshópsins sé unnið að stöðumati og kortlagningu á þeirri heilbrigðisþjónustu sem er fyrir hendi í dag fyrir fólk sem þarf á meðferð eða endurhæfingu að halda vegna vímuefnavanda. Sú vinna muni styðja við stefnumótun í málaflokknum til framtíðar. Fíkn SÁÁ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að viðaukinn feli í sér viðbótarþjónustu sem heilbrigðisstofnanir geti vísað í og þannig aukið aðgengi að mikilvægri meðferð í þeim tilgangi að tryggja tímanlegt aðgengi. Viðaukinn sé liður í að stytta bið eftir þjónustu ásamt því að auka aðgengi að viðeigandi úrræðum að undangengnu faglegu mati á meðferðarþörf. Þannig megi skapa samfellu milli þjónustuþrepa í heilbrigðisþjónustu og auka samvinnu við aðra þjónustuveitendur. Lagt sé upp með að viðaukasamningurinn verði hluti af nýjum heildarsamningi um þjónustu SÁÁ sem stefnt er að taki gildi um áramótin. Lofa aukinni þjónustu Í tilkynningunni kemur fram að í samningnum hafi sérstaklega verið lagt til að þróuð yrði flýtimóttaka þar sem einstaklingum í bráðum vanda sé tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þeirra þörfum. Willum Þór segir mikilvægan áfanga felast í þessum samningsviðauka sem feli í sér aukna þjónustu og bætt aðgengi: „Auk þess að fjölga viðhaldsmeðferðum er ánægjulegt að sjá flýtimóttöku raungerast, samvinnu stofnana, Landspítala og SÁÁ fyrir þau sem eru í brýnni þörf á innlögn eða meðferð,“ er haft eftir honum. Þá kemur fram að tilvísanir í þjónustuna fari í sérstakan farveg innan SÁÁ, með faglegu mati á þörf og aðgengi að viðeigandi þjónustustigi. Jafnframt geri viðaukinn SÁÁ kleift að auka þjónustu við einstaklinga með ópíóíðafíkn. Miðað er við að allt að 450 einstaklingar hafi aðgang að lyfjameðferð við ópíóíðafíkn árlega í göngudeild. Liður í aðgerðum stjórnvalda Loks segir að umfangsmikil stefnumótun standi yfir í heilbrigðisráðuneytinu í málaflokknum og starfshópur sé að störfum að uppfæra heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Sú stefna muni taka til forvarna, meðferðarúrræða, eftirfylgni meðferðar, endurhæfingar og lagaumhverfis. Áhersla sé lögð á að stefnan taki mið af mismunandi þörfum hópa með tilliti til meðferðar við fíknisjúkdómi. Samhliða vinnu starfshópsins sé unnið að stöðumati og kortlagningu á þeirri heilbrigðisþjónustu sem er fyrir hendi í dag fyrir fólk sem þarf á meðferð eða endurhæfingu að halda vegna vímuefnavanda. Sú vinna muni styðja við stefnumótun í málaflokknum til framtíðar.
Fíkn SÁÁ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira