„Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 22:03 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. „Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“ Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
„Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira