Börnin höfðu ekki trú á Gauff en voru rekin í burtu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 08:01 Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Coco Gauff sem nær ekki að verja titil sinn á US Open. Getty/Luke Hales Bandaríska tenniskonan Coco Gauff nær ekki að verja risatitil sinn á US Open í ár því hún féll í gær úr keppni eftir tap gegn löndu sinni, Emmu Navarro. Ungir krakkar settu svip sinn á lokakafla leiksins. Gauff kom inn í mótið sem sú þriðja besta í heima en tapaði fyrir Navarro, sem er í 13. sæti, í fjórðu umferð mótsins. Navarro vann fyrsta settið 6-3 en Gauff jafnaði með 6-4 sigri. Börn sem að fylgdust með leiknum virtust hins vegar ekki hafa mikla trú á Gauff í oddasettinu því í stöðunni 5-3 fyrir Navarro, þegar Gauff undirbjó uppgjöf, hópuðust börn saman neðst í stúkunni, með risatennisbolta, og gerðu sig klár í að fá eiginhandaráritun að leik loknum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Coco Gauff's first serve is so shaky that kids are already coming down to get tennis balls signed at 5-3 😂 (Spoiler: She did get broken for the match) pic.twitter.com/xaoMZfwmn6— Sideline Films (@SidelineFilmz) September 1, 2024 Þetta hafði augljós áhrif á Gauff og öryggisverðir sáu á endanum til þess að börnin færu aftur í sín sæti. Gauff tók sér svo sinn tíma í að hefja leik að nýju en það breytti því þó ekki að börnin virtust hafa haft rétt fyrir sér, því Navarro vann settið 6-3 og þar með leikinn. „Í lokin á leikjum þá er börnum leyft að koma með risavaxna tennisbolta til að fá eiginhandaráritun, til marks um að talið sé að leiknum sé alveg að ljúka,“ sagði Chris Fowler í sjónvarpsútsendingu. „Coco sér þetta og hálfpartinn starir á þau til að snúa þeim við, og fer í burtu frá línunni. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Fowler og félagi hans, Chris Evert, tók undir: „Verðirnir hefðu átt að koma í veg fyrir þetta.“ Tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár í borginni sinni Á meðan að fátt gekk upp hjá Gauff, sem alls nítján sinnum gaf Navarro stig með misheppnuðum uppgjöfum, þá var hin 23 ára Navarro í skýjunum eftir leik: „Ég tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár svo það er frekar klikkað að vera núna komin í átta manna úrslitin,“ sagði Navarro í New York í gær. Emma Navarro er á heimavelli á US Open.Getty/Fatih Aktas „Þetta er borgin sem ég fæddist í og manni finnst það alveg einstakt að spila hérna,“ sagði Navarro sem einnig vann Gauff í 16 manna úrslitum á Wimbledon-mótinu fyrir tveimur mánuðum. Hún sýndi andstæðingi sínum virðingu og sagði: „Coco er stórkostlegur spilari. Ég ber endalausa virðingu fyrir henni og ég veit að hún á eftir að koma hingað aftur og vinna þetta mót að nýju.“ Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira
Gauff kom inn í mótið sem sú þriðja besta í heima en tapaði fyrir Navarro, sem er í 13. sæti, í fjórðu umferð mótsins. Navarro vann fyrsta settið 6-3 en Gauff jafnaði með 6-4 sigri. Börn sem að fylgdust með leiknum virtust hins vegar ekki hafa mikla trú á Gauff í oddasettinu því í stöðunni 5-3 fyrir Navarro, þegar Gauff undirbjó uppgjöf, hópuðust börn saman neðst í stúkunni, með risatennisbolta, og gerðu sig klár í að fá eiginhandaráritun að leik loknum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Coco Gauff's first serve is so shaky that kids are already coming down to get tennis balls signed at 5-3 😂 (Spoiler: She did get broken for the match) pic.twitter.com/xaoMZfwmn6— Sideline Films (@SidelineFilmz) September 1, 2024 Þetta hafði augljós áhrif á Gauff og öryggisverðir sáu á endanum til þess að börnin færu aftur í sín sæti. Gauff tók sér svo sinn tíma í að hefja leik að nýju en það breytti því þó ekki að börnin virtust hafa haft rétt fyrir sér, því Navarro vann settið 6-3 og þar með leikinn. „Í lokin á leikjum þá er börnum leyft að koma með risavaxna tennisbolta til að fá eiginhandaráritun, til marks um að talið sé að leiknum sé alveg að ljúka,“ sagði Chris Fowler í sjónvarpsútsendingu. „Coco sér þetta og hálfpartinn starir á þau til að snúa þeim við, og fer í burtu frá línunni. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Fowler og félagi hans, Chris Evert, tók undir: „Verðirnir hefðu átt að koma í veg fyrir þetta.“ Tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár í borginni sinni Á meðan að fátt gekk upp hjá Gauff, sem alls nítján sinnum gaf Navarro stig með misheppnuðum uppgjöfum, þá var hin 23 ára Navarro í skýjunum eftir leik: „Ég tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár svo það er frekar klikkað að vera núna komin í átta manna úrslitin,“ sagði Navarro í New York í gær. Emma Navarro er á heimavelli á US Open.Getty/Fatih Aktas „Þetta er borgin sem ég fæddist í og manni finnst það alveg einstakt að spila hérna,“ sagði Navarro sem einnig vann Gauff í 16 manna úrslitum á Wimbledon-mótinu fyrir tveimur mánuðum. Hún sýndi andstæðingi sínum virðingu og sagði: „Coco er stórkostlegur spilari. Ég ber endalausa virðingu fyrir henni og ég veit að hún á eftir að koma hingað aftur og vinna þetta mót að nýju.“
Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu Sjá meira