Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, lætur nú af störfum. Hann ræðir starf sitt og nýja ársskýrslu embættisins, m.a. umdeild mál sem hann hafði afskipti af á árinu 2023.
Guðríður Eldey Arnardóttir er talskona Samáls, samtaka álfyrirtækja en samanlagt nota þau um 67% allrar orku sem framleidd er í landinu. Hún svarar gagnrýni á starfsemi þessara fyrirtækja.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaform. Sjálfstæðisflokksins mætir og ræðir stöðu flokksins sem aldrei hefur mælst minni í könnunum en nú.
Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræða menntakerfið, slakan árangur og stöðu afburðanemenda sem lítið er hugað að.