Þurfti að hætta í fótbolta vegna fötlunar sinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2024 10:24 Ingeborg Eide Garðarsdóttir er sú eina sem keppir fyrir hönd Íslands í frjálsum íþróttum á Paralympics. Mynd/Laurent Bagnis Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir síðar í dag fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í fyrsta sinn. Hún neyddist til að hætta í fótbolta á unga aldri vegna fötlunar sinnar en fann sína fjöl í frjálsum íþróttum. Ingeborg glímir við CP helftarhömlun sem lýsir sér í lömun í hægri hendi og fæti. Hún lék fótbolta með Haukum sem stelpa en eftir því sem leið á kom í ljós að hún þurfti að gefa það upp á bátinn. „Það fóru að vera hamlanir þar út af minni fötlun. Þar fóru þjálfararnir svolítið að setja mig meira og meira á bekkinn og mamma rakst á auglýsingu þar sem verið að auglýsa frjálsar,“ segir Ingeborg í Sportpakkanum á Stöð 2. Frjálsu íþróttirnar tóku við og reyndi hún við sig í hinum ýmsu greinum áður en kúluvarpið tók yfir. „Það er svolítið mikið það sem ég geri. Ég geri voða lítið annað en að æfa, hvíla fyrir íþróttina og allt sem fylgir því,“ „Ég ákvað um áramótin að einbeita mér alveg að íþróttinni. Ég hætti vinnu og fór að vinna við þetta. Það er hluti af því sem er að skila mér þessum árangri núna,“ segir Ingeborg. Ingeborg keppir í flokki F37 hreyfihamlaðra seinni partinn í dag og kemur á mikilli siglingu inn á leikana. Hún sló til að mynda eigið Íslandsmet á alþjóðlegu móti í apríl. „Ég er mjög spennt og þakklát fyrir að fá að keppa fyrir hönd Íslands,“ segir Ingeborg. En hver eru markmiðin? „Fyrst og fremst að hafa gaman og gera mitt allra besta. Allt annað er eiginlega svolítill plús.“ Ingeborg keppir í kúluvarpi á Ólympíumóti fatlaðra í París seinni partinn. Áætlað er að hún taki fyrsta kast um klukkan 17:15. Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Ingeborg glímir við CP helftarhömlun sem lýsir sér í lömun í hægri hendi og fæti. Hún lék fótbolta með Haukum sem stelpa en eftir því sem leið á kom í ljós að hún þurfti að gefa það upp á bátinn. „Það fóru að vera hamlanir þar út af minni fötlun. Þar fóru þjálfararnir svolítið að setja mig meira og meira á bekkinn og mamma rakst á auglýsingu þar sem verið að auglýsa frjálsar,“ segir Ingeborg í Sportpakkanum á Stöð 2. Frjálsu íþróttirnar tóku við og reyndi hún við sig í hinum ýmsu greinum áður en kúluvarpið tók yfir. „Það er svolítið mikið það sem ég geri. Ég geri voða lítið annað en að æfa, hvíla fyrir íþróttina og allt sem fylgir því,“ „Ég ákvað um áramótin að einbeita mér alveg að íþróttinni. Ég hætti vinnu og fór að vinna við þetta. Það er hluti af því sem er að skila mér þessum árangri núna,“ segir Ingeborg. Ingeborg keppir í flokki F37 hreyfihamlaðra seinni partinn í dag og kemur á mikilli siglingu inn á leikana. Hún sló til að mynda eigið Íslandsmet á alþjóðlegu móti í apríl. „Ég er mjög spennt og þakklát fyrir að fá að keppa fyrir hönd Íslands,“ segir Ingeborg. En hver eru markmiðin? „Fyrst og fremst að hafa gaman og gera mitt allra besta. Allt annað er eiginlega svolítill plús.“ Ingeborg keppir í kúluvarpi á Ólympíumóti fatlaðra í París seinni partinn. Áætlað er að hún taki fyrsta kast um klukkan 17:15.
Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira