Ten Hag um söluna á McTominay: „Uppaldir leikmenn eru verðmætari“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2024 07:01 Scott McTominay og Erik ten Hag á góðri stundu. Michael Regan/Getty Images Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, er ekki sáttur með að félagið hafi selt Scott McTominay til Napoli á Ítalíu en því miður hafi félagið þurft þess þar sem „uppaldir“ leikmenn eru hreinlega verðmætari. Þökk sé fjárhagsregluverkinu sem lið ensku úrvalsdeildarinnar þurfa að vinna eftir þá eru uppaldir leikmenn verðmætari þar sem þeir eru „hreinn gróði.“ Man United þurfti á auknu fjármagni að halda til að geta keypt Manuel Ugarte frá París Saint-Germain. Þar kom salan á McTominay inn í og því gat félagið fest kaup á úrúgvæska landsliðsmanninum um leið og Skotinn var farinn til Ítalíu. Ten Hag hefði hins vegar viljað halda hinum sterkbyggða Scott í sínum röðum. Scott is proud to be one of us!💙 #ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeMcTominay pic.twitter.com/eBHjKa49ZO— Official SSC Napoli (@sscnapoli) August 30, 2024 „Það voru blendnar tilfinningar að sjá Scott fara. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd en ég hefði viljað halda honum hér frekar en að missa hann. Hann er Manchester United í gegn og var mjög mikilvægur fyrir félagið.“ „Hann hefur verið hér í 22 ár en því miður er regluverkið svona, uppaldir leikmenn eru verðmætari. Þó það sé ekki jákvætt að missa hann var þetta góður díll fyrir alla aðila, Scott er ánægður, við erum ánægðir sem og Napoli,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi á föstudag. "He's Man Utd in every vein." 🩸Here's what Erik ten Hag had to say about Scott McTominay's departure to Napoli...#DeadlineDay pic.twitter.com/D7ypOHuR6O— BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2024 Man United er með þrjú stig eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni og mætir Liverpool á Old Trafford á morgun, sunnudag. Sama á við um Napoli sem mætir Parma síðar í dag. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. 27. ágúst 2024 08:38 Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United. 25. ágúst 2024 22:31 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Þökk sé fjárhagsregluverkinu sem lið ensku úrvalsdeildarinnar þurfa að vinna eftir þá eru uppaldir leikmenn verðmætari þar sem þeir eru „hreinn gróði.“ Man United þurfti á auknu fjármagni að halda til að geta keypt Manuel Ugarte frá París Saint-Germain. Þar kom salan á McTominay inn í og því gat félagið fest kaup á úrúgvæska landsliðsmanninum um leið og Skotinn var farinn til Ítalíu. Ten Hag hefði hins vegar viljað halda hinum sterkbyggða Scott í sínum röðum. Scott is proud to be one of us!💙 #ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeMcTominay pic.twitter.com/eBHjKa49ZO— Official SSC Napoli (@sscnapoli) August 30, 2024 „Það voru blendnar tilfinningar að sjá Scott fara. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd en ég hefði viljað halda honum hér frekar en að missa hann. Hann er Manchester United í gegn og var mjög mikilvægur fyrir félagið.“ „Hann hefur verið hér í 22 ár en því miður er regluverkið svona, uppaldir leikmenn eru verðmætari. Þó það sé ekki jákvætt að missa hann var þetta góður díll fyrir alla aðila, Scott er ánægður, við erum ánægðir sem og Napoli,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi á föstudag. "He's Man Utd in every vein." 🩸Here's what Erik ten Hag had to say about Scott McTominay's departure to Napoli...#DeadlineDay pic.twitter.com/D7ypOHuR6O— BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2024 Man United er með þrjú stig eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni og mætir Liverpool á Old Trafford á morgun, sunnudag. Sama á við um Napoli sem mætir Parma síðar í dag.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. 27. ágúst 2024 08:38 Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United. 25. ágúst 2024 22:31 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. 27. ágúst 2024 08:38
Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United. 25. ágúst 2024 22:31