Sveitarfélagið dæmt fyrir að brjóta á tónlistarkennurum Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2024 12:34 Frá Sauðárkróki þar sem finna má skrifstofur Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Aðsend/Lára Halla Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt Sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða samtals þremur tónlistarkennurum fyrir þann tíma sem þeir vörðu í akstur til að komast á milli starfstöðva innan sveitarfélagsins. Sveitarfélagið var dæmt til að greiða einum kennaranum 2,7 milljónir króna, öðrum tónlistarkennaranum 2,1 milljón króna og þeim þriðja 1,9 milljónir króna, auk 900 þúsund króna í málskostnað í málum þeirra allra. Ágreiningur í málunum tveimur snýr að því hvort kennararnir hafi átt rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir ók milli starfsstöðva tónlistarskólans – á Sauðárkróki, á Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Varmahlíð – en einn kennarinn er búsettur á Hofsósi og hinir tveir á Sauðárkróki. Deilt var um túlkun á kjarasamningi og segir í dómunum að sú deila hafi staðið mjög lengi. Kennararnir hafi starfað lengi sem tónlistarkennarar og vildi sveitarfélagið meina að þeir hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu krafna. Dómari í málinu tók þó ekki undir þá kröfu. Taldir hafa uppfyllt vinnuskylduna Sveitarfélagið vildi auk þess meina að ósannað væri að kennararnir hafi í raun unnið fullan vinnutíma og að tíminn sem fór í akstur á milli starfstöðva hafi verið umfram vinnutíma. Kennararnir voru hins vegar á því að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu og að aksturstíminn væri umfram hana. Við ákvörðun um hvort nægjanleg sönnun væri fyrir því að kennararnir hafi uppfyllt vinnuskylduna leit dómari í málinu sérstaklega til yfirlýsingar og vættis skólastjóra tónlistarskólans um að kennararnir hafi gert það. „Það er niðurstaða dómsins að stefnandi hafi fært fram nægjanlega sönnu þess efnis að hún hafi skilað þeim vinnustundum sem honum bar á hverju ári en akstur milli starfsstöðva hafi verið þar fyrir utan. Fyrirmæli starfsmanna stefnda til skólastjóra í þá veru að skólastjóra bæri að skipuleggja starf skólans með þeim hætti að akstur rúmaðist innan árlegrar vinnuskyldu breyta engu þar um. Hafi skólastjórinn ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, og þau yfir höfuð framkvæmanleg innan þess sem fram kemur í kjarasamningi, er ekki við stefnanda að sakast í þeim efnum,“ segir í niðurstöðukafla eins dómanna sem eru að stórum hluta eins. Skagafjörður Dómsmál Vinnumarkaður Tónlistarnám Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Sveitarfélagið var dæmt til að greiða einum kennaranum 2,7 milljónir króna, öðrum tónlistarkennaranum 2,1 milljón króna og þeim þriðja 1,9 milljónir króna, auk 900 þúsund króna í málskostnað í málum þeirra allra. Ágreiningur í málunum tveimur snýr að því hvort kennararnir hafi átt rétt á að fá greidda yfirvinnu fyrir þann tíma sem þeir ók milli starfsstöðva tónlistarskólans – á Sauðárkróki, á Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Varmahlíð – en einn kennarinn er búsettur á Hofsósi og hinir tveir á Sauðárkróki. Deilt var um túlkun á kjarasamningi og segir í dómunum að sú deila hafi staðið mjög lengi. Kennararnir hafi starfað lengi sem tónlistarkennarar og vildi sveitarfélagið meina að þeir hafi sýnt af sér tómlæti við innheimtu krafna. Dómari í málinu tók þó ekki undir þá kröfu. Taldir hafa uppfyllt vinnuskylduna Sveitarfélagið vildi auk þess meina að ósannað væri að kennararnir hafi í raun unnið fullan vinnutíma og að tíminn sem fór í akstur á milli starfstöðva hafi verið umfram vinnutíma. Kennararnir voru hins vegar á því að þeir hafi uppfyllt vinnuskyldu og að aksturstíminn væri umfram hana. Við ákvörðun um hvort nægjanleg sönnun væri fyrir því að kennararnir hafi uppfyllt vinnuskylduna leit dómari í málinu sérstaklega til yfirlýsingar og vættis skólastjóra tónlistarskólans um að kennararnir hafi gert það. „Það er niðurstaða dómsins að stefnandi hafi fært fram nægjanlega sönnu þess efnis að hún hafi skilað þeim vinnustundum sem honum bar á hverju ári en akstur milli starfsstöðva hafi verið þar fyrir utan. Fyrirmæli starfsmanna stefnda til skólastjóra í þá veru að skólastjóra bæri að skipuleggja starf skólans með þeim hætti að akstur rúmaðist innan árlegrar vinnuskyldu breyta engu þar um. Hafi skólastjórinn ekki farið eftir fyrirmælum yfirmanna sinna, og þau yfir höfuð framkvæmanleg innan þess sem fram kemur í kjarasamningi, er ekki við stefnanda að sakast í þeim efnum,“ segir í niðurstöðukafla eins dómanna sem eru að stórum hluta eins.
Skagafjörður Dómsmál Vinnumarkaður Tónlistarnám Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira