Innlent

Fylgis­tap Sjálf­stæðis­flokksins og þrír al­var­legir hús­brunar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Ritari Sjálfstæðisflokksins segir nýjustu fylgistölur óásættanlegar. Rætt verður við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar en hann segir forystu flokksins þurfa að líta í eigin barm. 

Mikið eða altjón varð á þremur húsum sem urðu eldi að bráð í nótt. Íbúar komust af sjálfsdáðum út af heimilum sínum á Akranesi og í Garði.

Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar – og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 30. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×