Víkingar sluppu við stórliðin en mæta Gumma Tóta Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 12:02 Víkingar eiga fyrir höndum sex leiki í Sambandsdeildinni og spila fram til jóla. vísir/Diego Víkingar fengu í dag að vita hvaða sex liðum þeir mæta í nýrri Sambandsdeild Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi. Nýtt fyrirkomulag er í Sambandsdeildinni í ár og munu 36 lið spila saman í einni deild. Þeim var skipt í sex styrkleikaflokka og mætir Víkingur einu liði úr hverjum flokki, ýmist á heima- eða útivelli. Víkingar fengu ekkert af stærstu liðunum, líkt og Chelsea eða Fiorentina, en munu ferðast til Austurríkis, Kýpur og Armeníu. Andstæðingar Víkinga eru: LASK frá Austurríki (ú), Djurgården frá Svíþjóð (h), Omonoia frá Kýpur (ú), Cercle Brugge frá Belgíu (h), Borac frá Bosníu (h) og Noah frá Armeníu (ú). Það ræðst á morgun nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður, en leikið verður fram til jóla. Þess má til gamans geta að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála félagsins, urðu Svíþjóðarmeistarar á sínum tíma með Djurgården. Þá lék Kári með kýpverska liðinu Omonoia. Armenska liðið Noah er svo með Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson, eða Gumma Tóta, í sínum herbúðum. Albert, Sverrir og fleiri með í keppninni Af leikjum annarra liða má nefna Chelsea, FC Kaupmannahöfn sem enn er með Rúnar Alex Rúnarsson og Orra Óskarsson innanborðs, og Fiorentina, nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, en þessi þrjú lið voru í efsta styrkleikaflokki. Þá er Íslendingaliðið Panathinaikos, með Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, einnig með í keppninni. Chelsea: Gent (h), Heidenheim (ú), Astana (ú), Shamrock Rovers (h), Panathinaikos (ú), Noah (h). FC Kaupmannahöfn: Real Betis (ú), Basaksehir (h), Rapid (ú), Hearts (h), Jagiellonia (h), Dinamo Minsk (ú). Fiorentina: LASK (h), APOEL (ú), Vitoria (ú), The New Saints (h), St. Gallen (ú), Pafos (h). Panathinaikos: Chelsea (h), Djurgården (ú), HJK Helsinki (h), The New Saints (ú), Borac (ú), Dinamo Minsk (h). FC Noah: Chelsea (ú), APOEL (h), SK Rapid (ú), Mladá Boleslav (h), TSC (ú), Víkingur (h). Leikjadagskrá hvers einasta liðs má finna með því að smella hér. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM) Leikdagarnir í Sambandsdeildinni eru þessir: 3. október, 24. október, 7. nóvember, 28. nóvember, 12. desember og 19. desember. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag er í Sambandsdeildinni í ár og munu 36 lið spila saman í einni deild. Þeim var skipt í sex styrkleikaflokka og mætir Víkingur einu liði úr hverjum flokki, ýmist á heima- eða útivelli. Víkingar fengu ekkert af stærstu liðunum, líkt og Chelsea eða Fiorentina, en munu ferðast til Austurríkis, Kýpur og Armeníu. Andstæðingar Víkinga eru: LASK frá Austurríki (ú), Djurgården frá Svíþjóð (h), Omonoia frá Kýpur (ú), Cercle Brugge frá Belgíu (h), Borac frá Bosníu (h) og Noah frá Armeníu (ú). Það ræðst á morgun nákvæmlega hvenær hver leikur verður spilaður, en leikið verður fram til jóla. Þess má til gamans geta að Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, og Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála félagsins, urðu Svíþjóðarmeistarar á sínum tíma með Djurgården. Þá lék Kári með kýpverska liðinu Omonoia. Armenska liðið Noah er svo með Selfyssinginn Guðmund Þórarinsson, eða Gumma Tóta, í sínum herbúðum. Albert, Sverrir og fleiri með í keppninni Af leikjum annarra liða má nefna Chelsea, FC Kaupmannahöfn sem enn er með Rúnar Alex Rúnarsson og Orra Óskarsson innanborðs, og Fiorentina, nýja liðið hans Alberts Guðmundssonar, en þessi þrjú lið voru í efsta styrkleikaflokki. Þá er Íslendingaliðið Panathinaikos, með Sverri Inga Ingason og Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, einnig með í keppninni. Chelsea: Gent (h), Heidenheim (ú), Astana (ú), Shamrock Rovers (h), Panathinaikos (ú), Noah (h). FC Kaupmannahöfn: Real Betis (ú), Basaksehir (h), Rapid (ú), Hearts (h), Jagiellonia (h), Dinamo Minsk (ú). Fiorentina: LASK (h), APOEL (ú), Vitoria (ú), The New Saints (h), St. Gallen (ú), Pafos (h). Panathinaikos: Chelsea (h), Djurgården (ú), HJK Helsinki (h), The New Saints (ú), Borac (ú), Dinamo Minsk (h). FC Noah: Chelsea (ú), APOEL (h), SK Rapid (ú), Mladá Boleslav (h), TSC (ú), Víkingur (h). Leikjadagskrá hvers einasta liðs má finna með því að smella hér. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM) Leikdagarnir í Sambandsdeildinni eru þessir: 3. október, 24. október, 7. nóvember, 28. nóvember, 12. desember og 19. desember.
Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1 1. Chelsea FC (ENG)2. F.C. Copenhagen (DEN)3. KAA Gent (BEL)4. ACF Fiorentina (ITA)5. LASK (AUT)6. Real Betis Balompié (ESP) Flokkur 2 7. İstanbul Başakşehir FK (TUR)8. Molde FK (NOR)9. Legia Warszawa (POL)10. 1. FC Heidenheim 1846 (GER)11. Djurgården (SWE)12. APOEL FC (CYP) Flokkur 3 13. SK Rapid (AUT)14. Omonoia FC (CYP)15. HJK Helsinki (FIN)16. Vitória SC (POR)17. FC Astana (KAZ)18. NK Olimpija Ljubljana (SVN) Flokkur 4 19. Cercle Brugge KSV (BEL)20. Shamrock Rovers FC (IRL)21. The New Saints FC (WAL)22. FC Lugano (SUI)23. Heart of Midlothian FC (SCO)24. FK Mladá Boleslav (CZE) Flokkur 5 25. FC Petrocub (MDA)26. FC St. Gallen 1879 (SUI)27. Panathinaikos FC (GRE)28. FK TSC (SRB)29. FK Borac (BIH)30. Jagiellonia Białystok (POL) Flokkur 6 31. NK Celje (SVN)32. Larne FC (NIR)33. FC Dinamo-Minsk (BLR)34. Pafos FC (CYP)35. Víkingur Reykjavík (ISL)36. FC Noah (ARM)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti