Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. september 2023 20:00 Parið hefur búið í sjö löndum á síðastliðnum átta árum. Ína María. Áhrifavaldurinn og áhugaljósmyndarinn Ína María Einarsdóttir og kærastinn hennar, Elvar Már Friðriksson, atvinnumaður í körfubolta, hafa flakkað heimshorna á milli síðastliðin átta ár sökum atvinnumennskunnar. „Við höfum líklegast verið meira í sundur en saman á þessum árum sem hefur vissulega tekið mikið á,“ segir Ína en parið byrjaði saman árið 2015. Fyrsti kossinn er þeim báðum eftirminnilegur þar sem hann endaði með afsökunarbeiðni af hálfu þeirra beggja. „Afar rómantískt,“ segir Ína og hlær. Húmor og ást lykillinn Ástarsamband Ínu og Elvars hefur verið ákveðin þrautaganga enda hafa þau á löngum köflum verið í fjarsambandi. Ína og Elvar eignuðust son sinn Erik þegar þau voru búsett í Svíþjóð.Ína María Ína segist líta svo á að erfiðið styrki þau sem einstaklinga, par og nú sem fjölskyldu. Þar er fjögurra ára sonurinn Erik í aðalhlutverki. „Ef við erum enn þá saman eftir þessa miklu rússíbanareið, getum við verum viss um að vera með réttu manneskjuna okkur við hlið. Eins vont og það er að sakna þá kennir söknuðurinn manni ýmislegt eins og þakklæti, dugnað og spennu,“ segir Ína einlæg. Fjölskyldan á góðri stundu.Ína María Þau láti hlutina ganga upp og taki eitt skref í einu. „Svo er ótrúlegt hvað húmorinn og ástin kemur manni langt. Auk þess nýtum við hvert tækifæri til að skapa ævintýralegar minningar sem fjölskylda hvar sem við erum stödd í heiminum,“ segir Ína og bætir við: „Það getur verið erfitt að lifa við óvissuna, rótleysið. Árin eru aldrei eins og lífið okkar er mikið púsluspil.“ Kynnst mörgum löndum Parið hefur búið í sjö löndum á átta árum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Svíþjóð, Litháen, Belgíu, Ítalíu og er stefnan sett á Grikkland á næstu dögum. Elvar samdi við PAOK í Grikklandi í sumar. „Elvar er nýlega farinn út en við Erik erum enn á Íslandi þar sem við erum að byggja okkur hús í Reykjanesbæ, bænum sem okkur þykir svo vænt um.“ Feðgarnir Elvar og Erik.Ína María Hér að neðan svarar Ína spurningum í liðnum Ást er. Fyrsti kossinn: Þjóðhátíð, sem við bjuggumst alls ekki við og báðum hvort annað afsökunar. Heldur betur rómantískur fyrsti koss. Við munum allavega aldrei gleyma honum. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: How to lose a guy in 10 days! Uppáhalds break up ballaðan mín er: Since u been gone með Kelly Clarkson - vel hægt að öskra með því. Lagið okkar: Demantur með Gumma Tóta, besta söngvara Íslands. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Ætli mér finnist það ekki bara kósý kvöldverður saman heima, elda uppáhalds matinn okkar og horfa á gott sjónvarp. Kúra saman, jafnvel smá nudd og möns. Annars erum við alls ekki nógu dugleg í rómantíkinni, sem er frekar leiðinlegt og mætti bæta. Annars þætti mér ótrúlega rómantískt að bjóða í óvænta helgarferð, eða skipuleggja annað óvænt fyrir makann. Ína María Maturinn: Chipotle, eða mexíkanskur matur. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Held að það var Nike sneakers í jólagjöf. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Michael Kors úr. Kærastinn minn er: Húmoristi númer 1,2 og 3. Hann finnur það jákvæða í öllu, er virkilega góð manneskja, jarðbundinn og fallegur. Rómantískasti staður á landinu: Hrísey er eyja þar sem allskonar rómantík getur átt sér stað. Ást er: Öryggi og vellíðan. Öryggistilfinningin sem ástin gefur manni er engu öðru lík. Þegar einstaklingur veitir manni öryggi og ró í hjartað og maður finnur fyrir vellíðan. Með þér er ég örugg með þér er ég bara ég. Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. maí 2021 14:06 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Við höfum líklegast verið meira í sundur en saman á þessum árum sem hefur vissulega tekið mikið á,“ segir Ína en parið byrjaði saman árið 2015. Fyrsti kossinn er þeim báðum eftirminnilegur þar sem hann endaði með afsökunarbeiðni af hálfu þeirra beggja. „Afar rómantískt,“ segir Ína og hlær. Húmor og ást lykillinn Ástarsamband Ínu og Elvars hefur verið ákveðin þrautaganga enda hafa þau á löngum köflum verið í fjarsambandi. Ína og Elvar eignuðust son sinn Erik þegar þau voru búsett í Svíþjóð.Ína María Ína segist líta svo á að erfiðið styrki þau sem einstaklinga, par og nú sem fjölskyldu. Þar er fjögurra ára sonurinn Erik í aðalhlutverki. „Ef við erum enn þá saman eftir þessa miklu rússíbanareið, getum við verum viss um að vera með réttu manneskjuna okkur við hlið. Eins vont og það er að sakna þá kennir söknuðurinn manni ýmislegt eins og þakklæti, dugnað og spennu,“ segir Ína einlæg. Fjölskyldan á góðri stundu.Ína María Þau láti hlutina ganga upp og taki eitt skref í einu. „Svo er ótrúlegt hvað húmorinn og ástin kemur manni langt. Auk þess nýtum við hvert tækifæri til að skapa ævintýralegar minningar sem fjölskylda hvar sem við erum stödd í heiminum,“ segir Ína og bætir við: „Það getur verið erfitt að lifa við óvissuna, rótleysið. Árin eru aldrei eins og lífið okkar er mikið púsluspil.“ Kynnst mörgum löndum Parið hefur búið í sjö löndum á átta árum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Svíþjóð, Litháen, Belgíu, Ítalíu og er stefnan sett á Grikkland á næstu dögum. Elvar samdi við PAOK í Grikklandi í sumar. „Elvar er nýlega farinn út en við Erik erum enn á Íslandi þar sem við erum að byggja okkur hús í Reykjanesbæ, bænum sem okkur þykir svo vænt um.“ Feðgarnir Elvar og Erik.Ína María Hér að neðan svarar Ína spurningum í liðnum Ást er. Fyrsti kossinn: Þjóðhátíð, sem við bjuggumst alls ekki við og báðum hvort annað afsökunar. Heldur betur rómantískur fyrsti koss. Við munum allavega aldrei gleyma honum. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: How to lose a guy in 10 days! Uppáhalds break up ballaðan mín er: Since u been gone með Kelly Clarkson - vel hægt að öskra með því. Lagið okkar: Demantur með Gumma Tóta, besta söngvara Íslands. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Ætli mér finnist það ekki bara kósý kvöldverður saman heima, elda uppáhalds matinn okkar og horfa á gott sjónvarp. Kúra saman, jafnvel smá nudd og möns. Annars erum við alls ekki nógu dugleg í rómantíkinni, sem er frekar leiðinlegt og mætti bæta. Annars þætti mér ótrúlega rómantískt að bjóða í óvænta helgarferð, eða skipuleggja annað óvænt fyrir makann. Ína María Maturinn: Chipotle, eða mexíkanskur matur. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Held að það var Nike sneakers í jólagjöf. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Michael Kors úr. Kærastinn minn er: Húmoristi númer 1,2 og 3. Hann finnur það jákvæða í öllu, er virkilega góð manneskja, jarðbundinn og fallegur. Rómantískasti staður á landinu: Hrísey er eyja þar sem allskonar rómantík getur átt sér stað. Ást er: Öryggi og vellíðan. Öryggistilfinningin sem ástin gefur manni er engu öðru lík. Þegar einstaklingur veitir manni öryggi og ró í hjartað og maður finnur fyrir vellíðan. Með þér er ég örugg með þér er ég bara ég.
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. maí 2021 14:06 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari „Þessi tími var virkilega erfiður. Að vera ein með ungbarn er ekkert grín og ég tek ofan fyrir einstæðum mæðrum,“ segir Ína María Einarsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 4. maí 2021 14:06