Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Íris Hauksdóttir skrifar 23. ágúst 2023 20:00 S. Tinna Miljevic svarar spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. aðsend Listakonan S. Tinna Miljevic lýsir sjálfri sér sem ósýnilegum krafti á bakvið tjöldin. Þökk sé stóru systur sinni, Evu Ruzu Miljevic, skemmtikrafti býr Tinna þó ekki yfir neinum leyndum hæfileikum þar sem Eva er ófeimin að sýna frá þeim listaverkum sem Tinnu tekst að skapa. Hvort sem snýr að bakstri eða breyta Evu í fjölbreyttar fígúrur. Tinna segir draumastefnumótið vera þar sem sól kyssir haf en hún elskar að dansa salsa og safna diplómum. Hún sé ósýnileg á stefnumótaforritum sem útskýri afhverju hún sé einhleyp en á yngri árum sínum var hún bálskotin í David Bowie og Elvis Prestley. „Svo kom Antonio Banderas mjög sterkur inn ásamt Enrique Iglesias. Banderas er sá eini sem stendur eftir af þessum hóp.“ Spurð hvaða manneskjum lífs eða liðnum hún myndi bjóða í matarboð nefnir hún þessa heiðursmenn og segir það áhættu sem hún sé tilbúin að taka. Hér að neðan svarar Tinna spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? „38 vetra“ Starf? „Ég er ósýnilegur kraftur á bakvið tjöldin á hinum undarlegustu stöðum.“ Áhugamál? „Salsa - dansinn sjáðu til en sósan er líka fín. Ég elska líka mótorhjól þrátt fyrir að eiga ekki lengur mótorhjól en svo þykir mér fátt skemmtilegra en að horfa á sólsetur í strigaskóm.“ Tinna stefnir á að syngja Draumaprinsinn með Röggu Gísla hástöfum í sturtu eftir þetta viðtal. aðsend Gælunafn eða hliðarsjálf? „Ætli það væri ekki Umbinn.“ Aldur í anda? „Sögur segja að hann sé í kringum 312 ára. Mun ekki rökstyðja það hér en áhugasamir geta haft samband við vini og ættingja.“ Menntun? „Sumir safna frímerkjum, ég safna diplómum.“ Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Krákan á þakinu.“ Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? „Ójá! Ég var skotin í David Bowie, aðallega tönnunum hans sem og Elvis Prestley. Svo kom Antonio Banderas mjög sterkur inn ásamt Enrique Iglesias. Banderas er sá eini sem stendur eftir af þessum hóp.“ Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? „Nei æj, er það ekki bannað?“ Syngur þú í sturtu? „Eftir þetta viðtal mun ég syngja Draumaprinsinn með Röggu Gísla, hátt og mis snjallt!“ Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? „Instagram er ákveðin framlenging af lífinu mínu.“ Systurnar Tinna og Eva Ruza hafa brallað ýmis gervi saman. aðsend Ertu á stefnumótaforritum? „Algjörlega! Er reyndar falin þar svo ég sé engan og enginn sér mig nema einu sinni á fullu tungli. Skrítið að ég gangi ekki út.“ Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? „Hvatvís, opin og kaldhæðin.“ Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? „Ég held að þeir myndu nota sömu lýsingu: hvatvís, opin og kaldhæðin.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? „Heiðarleiki, húmor og kaldhæðni, bara svo við tölum sama tungumál. Svo skulum við krydd'idda með þroska og þá er þetta komið bara. Takk.“ En óheillandi? „Húmorsleysi, alvarleiki og venjuleiki, jú það er alveg örugglega orð, ef ekki þá er það það núna.“ Ef þú værir dýr , hvaða dýr værir þú? „Pottþétt leðurblaka eða kráka. Það býr líka krummagengi á þakinu mínu bróðurpartinn af sumrinu. Ætli það sé eitthvað merki?“ Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? „Úff, smá ves að fá Bowie, Presley og Banderas á sama tíma en það er áhætta sem ég er til í að taka.“ Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? „Alls ekki. Þökk sé undarlegri systur minni , henni Evu Ruzu, er öllu mínu flaggað fyrir mönnum og músum, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Þar af leiðandi eru hæfileikar/eða hæfileikaleysið hvernig sem á það er litið, öllum opið og ætti ekki að koma neinum á óvart.“ Tinna segir skemmtilegast að breyta Evu systur sinni í furðuverur.aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Fyrir utan skyldusvarið sem er að hanga og rækta fjölskyldu og vini sem enginn nennir að heyra. Þá er svarið að breyta að Evu Ruzu í allskonar furðuverur og kvikindi með gervum og blóði. Ég hef sérstaka unun af því að hefta skilningarvitin hennar á þeim stundum, alveg óvart. Ætli þetta sé einhverskonar gremja fyrir það hvernig hún kenndi mér að hjóla og á línuskauta? Gæti verið.“ Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? „Það er svolítið fyndið að segja frá því. Mér fannst nefnilega einu sinni agalegt að fara út með ruslið og setja það í eina tunnu. Það var þá, gömlu góðu dagarnir. Í dag er það að flokka og þurfa að henda í sautján mismunandi ruslatunnur. Ferlega flókið dæmi. Geri það samt alveg en það er æðislega leiðinlegt.“ Ertu A eða B týpa? „A+, þökk sé dóttur minni sem finnst ofmetið að sofa út.“ Hvernig viltu eggin þín? „Í útlöndum á hóteli þar sem ég þarf alls ekki að elda þau sjálf.“ Hvernig viltu kaffið þitt? „Ískalt!“ Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? „Fer á Kalda og svo á Dillon. Fer reyndar sem minnst á djammið en ef ég færi myndi ég draga hópinn þangað, bláedrú í strigaskóm, leðurjakka með bleikan varalit, við misjafnar undirtektir viðstaddra.“ Ertu með einhvern bucket lista? „Nei, man ekki einu sinni hvað eg á að gera á morgun.“ Tinna segir ástina vera tilfinning og ákvörðun, snerting og nánd. Samræður og sólsetur, hlið við hlið - hönd í hönd.aðsend Draumastefnumótið? „Þar sem sólin kyssir haf og allskonar gáfulegt á sér stað. Annars væri það stefnumótið sem fær mig til að hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum. Stefnumótið sem ögrar skynfærunum með einfaldleika og ánægju.“ Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? „Ójá! Er oft eins og tónskáld þegar ég syng með lögum en þar sem ég á ekki mann er enginn til að leiðrétta mig.“ Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? „Friends, - takk streymisveita fyrir að færa okkur vini vors að nýju. Hef nefnilega aldrei séð síðasta þáttinn! Spoiler alert! Var bara í fyrra, 37 ára gömul, þegar ég vissi að Rachel endar í faðmi Ross. Hélt að þetta væri eilífðar ástarsorg. Ef ég var að spoila rúmlega tuttugu ára gömlum þætti fyrir þér þá eigum við greinilega vel saman.“ Hvaða bók lastu síðast? „Bunu Brunabíl. Fyrir dóttur mína. Afþví hún er sirka sjö blaðsíður. Og ég kann hana utanbókar.“ Hvað er Ást? „Tilfinning og ákvörðun, snerting og nánd. Samræður og sólsetur, hlið við hlið - hönd í hönd. Svo allt hitt sem tónskáldin syngja um og ég hugsa með sjálfri mér hvort sé til?“ Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Á í stormasömu sambandi við stefnumótaöpp Hlaðvarpsdrottningin og snyrtivörusnillingurinn Lilja Björg Gísladóttir starfar sem markaðsfulltrúi hjá Hagkaup. Hún á þó nokkra aðra auka atvinnuhatta sem hún smellir á sig af og til. 12. júlí 2023 18:08 Einhleypan: Á eingöngu eftir að kaupa sér glæsihöll og snekkju Ísdrottninguna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún er nú búsett í Búlgaríu þar sem hún starfar sem fyrirsæta og leikkona. Nýjasta verkefni hennar, og jafn framt stærsta sem leikkona er að fara með aðalhlutverkið í ítalskri kvikmynd undir leikstjórn Lorenzo Faccend. Kvikmyndin er tekin upp í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Ásdís fer með hlutverk hjákonu auðugs manns og hún lýsir því sem draumaverkefni. 2. ágúst 2023 20:01 Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival, starfar sem hugmynda- og textastjóri hjá samskiptastofu Hér&Nú og sem Festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv. 29. júlí 2023 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Tinna segir draumastefnumótið vera þar sem sól kyssir haf en hún elskar að dansa salsa og safna diplómum. Hún sé ósýnileg á stefnumótaforritum sem útskýri afhverju hún sé einhleyp en á yngri árum sínum var hún bálskotin í David Bowie og Elvis Prestley. „Svo kom Antonio Banderas mjög sterkur inn ásamt Enrique Iglesias. Banderas er sá eini sem stendur eftir af þessum hóp.“ Spurð hvaða manneskjum lífs eða liðnum hún myndi bjóða í matarboð nefnir hún þessa heiðursmenn og segir það áhættu sem hún sé tilbúin að taka. Hér að neðan svarar Tinna spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Aldur? „38 vetra“ Starf? „Ég er ósýnilegur kraftur á bakvið tjöldin á hinum undarlegustu stöðum.“ Áhugamál? „Salsa - dansinn sjáðu til en sósan er líka fín. Ég elska líka mótorhjól þrátt fyrir að eiga ekki lengur mótorhjól en svo þykir mér fátt skemmtilegra en að horfa á sólsetur í strigaskóm.“ Tinna stefnir á að syngja Draumaprinsinn með Röggu Gísla hástöfum í sturtu eftir þetta viðtal. aðsend Gælunafn eða hliðarsjálf? „Ætli það væri ekki Umbinn.“ Aldur í anda? „Sögur segja að hann sé í kringum 312 ára. Mun ekki rökstyðja það hér en áhugasamir geta haft samband við vini og ættingja.“ Menntun? „Sumir safna frímerkjum, ég safna diplómum.“ Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Krákan á þakinu.“ Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? „Ójá! Ég var skotin í David Bowie, aðallega tönnunum hans sem og Elvis Prestley. Svo kom Antonio Banderas mjög sterkur inn ásamt Enrique Iglesias. Banderas er sá eini sem stendur eftir af þessum hóp.“ Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? „Nei æj, er það ekki bannað?“ Syngur þú í sturtu? „Eftir þetta viðtal mun ég syngja Draumaprinsinn með Röggu Gísla, hátt og mis snjallt!“ Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? „Instagram er ákveðin framlenging af lífinu mínu.“ Systurnar Tinna og Eva Ruza hafa brallað ýmis gervi saman. aðsend Ertu á stefnumótaforritum? „Algjörlega! Er reyndar falin þar svo ég sé engan og enginn sér mig nema einu sinni á fullu tungli. Skrítið að ég gangi ekki út.“ Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? „Hvatvís, opin og kaldhæðin.“ Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? „Ég held að þeir myndu nota sömu lýsingu: hvatvís, opin og kaldhæðin.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? „Heiðarleiki, húmor og kaldhæðni, bara svo við tölum sama tungumál. Svo skulum við krydd'idda með þroska og þá er þetta komið bara. Takk.“ En óheillandi? „Húmorsleysi, alvarleiki og venjuleiki, jú það er alveg örugglega orð, ef ekki þá er það það núna.“ Ef þú værir dýr , hvaða dýr værir þú? „Pottþétt leðurblaka eða kráka. Það býr líka krummagengi á þakinu mínu bróðurpartinn af sumrinu. Ætli það sé eitthvað merki?“ Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? „Úff, smá ves að fá Bowie, Presley og Banderas á sama tíma en það er áhætta sem ég er til í að taka.“ Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? „Alls ekki. Þökk sé undarlegri systur minni , henni Evu Ruzu, er öllu mínu flaggað fyrir mönnum og músum, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Þar af leiðandi eru hæfileikar/eða hæfileikaleysið hvernig sem á það er litið, öllum opið og ætti ekki að koma neinum á óvart.“ Tinna segir skemmtilegast að breyta Evu systur sinni í furðuverur.aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Fyrir utan skyldusvarið sem er að hanga og rækta fjölskyldu og vini sem enginn nennir að heyra. Þá er svarið að breyta að Evu Ruzu í allskonar furðuverur og kvikindi með gervum og blóði. Ég hef sérstaka unun af því að hefta skilningarvitin hennar á þeim stundum, alveg óvart. Ætli þetta sé einhverskonar gremja fyrir það hvernig hún kenndi mér að hjóla og á línuskauta? Gæti verið.“ Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? „Það er svolítið fyndið að segja frá því. Mér fannst nefnilega einu sinni agalegt að fara út með ruslið og setja það í eina tunnu. Það var þá, gömlu góðu dagarnir. Í dag er það að flokka og þurfa að henda í sautján mismunandi ruslatunnur. Ferlega flókið dæmi. Geri það samt alveg en það er æðislega leiðinlegt.“ Ertu A eða B týpa? „A+, þökk sé dóttur minni sem finnst ofmetið að sofa út.“ Hvernig viltu eggin þín? „Í útlöndum á hóteli þar sem ég þarf alls ekki að elda þau sjálf.“ Hvernig viltu kaffið þitt? „Ískalt!“ Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? „Fer á Kalda og svo á Dillon. Fer reyndar sem minnst á djammið en ef ég færi myndi ég draga hópinn þangað, bláedrú í strigaskóm, leðurjakka með bleikan varalit, við misjafnar undirtektir viðstaddra.“ Ertu með einhvern bucket lista? „Nei, man ekki einu sinni hvað eg á að gera á morgun.“ Tinna segir ástina vera tilfinning og ákvörðun, snerting og nánd. Samræður og sólsetur, hlið við hlið - hönd í hönd.aðsend Draumastefnumótið? „Þar sem sólin kyssir haf og allskonar gáfulegt á sér stað. Annars væri það stefnumótið sem fær mig til að hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum. Stefnumótið sem ögrar skynfærunum með einfaldleika og ánægju.“ Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? „Ójá! Er oft eins og tónskáld þegar ég syng með lögum en þar sem ég á ekki mann er enginn til að leiðrétta mig.“ Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? „Friends, - takk streymisveita fyrir að færa okkur vini vors að nýju. Hef nefnilega aldrei séð síðasta þáttinn! Spoiler alert! Var bara í fyrra, 37 ára gömul, þegar ég vissi að Rachel endar í faðmi Ross. Hélt að þetta væri eilífðar ástarsorg. Ef ég var að spoila rúmlega tuttugu ára gömlum þætti fyrir þér þá eigum við greinilega vel saman.“ Hvaða bók lastu síðast? „Bunu Brunabíl. Fyrir dóttur mína. Afþví hún er sirka sjö blaðsíður. Og ég kann hana utanbókar.“ Hvað er Ást? „Tilfinning og ákvörðun, snerting og nánd. Samræður og sólsetur, hlið við hlið - hönd í hönd. Svo allt hitt sem tónskáldin syngja um og ég hugsa með sjálfri mér hvort sé til?“
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Á í stormasömu sambandi við stefnumótaöpp Hlaðvarpsdrottningin og snyrtivörusnillingurinn Lilja Björg Gísladóttir starfar sem markaðsfulltrúi hjá Hagkaup. Hún á þó nokkra aðra auka atvinnuhatta sem hún smellir á sig af og til. 12. júlí 2023 18:08 Einhleypan: Á eingöngu eftir að kaupa sér glæsihöll og snekkju Ísdrottninguna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún er nú búsett í Búlgaríu þar sem hún starfar sem fyrirsæta og leikkona. Nýjasta verkefni hennar, og jafn framt stærsta sem leikkona er að fara með aðalhlutverkið í ítalskri kvikmynd undir leikstjórn Lorenzo Faccend. Kvikmyndin er tekin upp í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Ásdís fer með hlutverk hjákonu auðugs manns og hún lýsir því sem draumaverkefni. 2. ágúst 2023 20:01 Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival, starfar sem hugmynda- og textastjóri hjá samskiptastofu Hér&Nú og sem Festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv. 29. júlí 2023 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Makamál Einhleypurnar: Hverjir eru á lausu og hverjir á föstu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Á í stormasömu sambandi við stefnumótaöpp Hlaðvarpsdrottningin og snyrtivörusnillingurinn Lilja Björg Gísladóttir starfar sem markaðsfulltrúi hjá Hagkaup. Hún á þó nokkra aðra auka atvinnuhatta sem hún smellir á sig af og til. 12. júlí 2023 18:08
Einhleypan: Á eingöngu eftir að kaupa sér glæsihöll og snekkju Ísdrottninguna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún er nú búsett í Búlgaríu þar sem hún starfar sem fyrirsæta og leikkona. Nýjasta verkefni hennar, og jafn framt stærsta sem leikkona er að fara með aðalhlutverkið í ítalskri kvikmynd undir leikstjórn Lorenzo Faccend. Kvikmyndin er tekin upp í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Ásdís fer með hlutverk hjákonu auðugs manns og hún lýsir því sem draumaverkefni. 2. ágúst 2023 20:01
Einhleypan: „Það er alltaf gaman á festivölum“ Berglind Pétursdóttir, þekkt sem Berglind Festival, starfar sem hugmynda- og textastjóri hjá samskiptastofu Hér&Nú og sem Festivalstjóri í Vikunni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv. 29. júlí 2023 20:00