Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og Christopher Nkunku kom þeim yfir í kvöld með marki af vítapunktinum en Jeremy Guillemenot jafnaði leikinn skömmu síðar og Enzo Crivelli kom Servette svo yfir á 72. mínútu.
Þá stóð Enzo Maresca, knattspyrnustjóra Chelsea, ekki lengur á sama og skipti Cole Palmer inn á fyrir Mykhailo Mudryk.
Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Chelsea tryggði sér því sæti í Sambandsdeildinni með samanlögðum 3-2 sigri.
Chelsea qualify for the Europa Conference League despite a 2-1 loss at Servette. They win 3-2 over the two legs. Poor 40 minutes spell spanning both halves let Servette back in the tie from a 3-0 aggregate lead and made it a tense finish.🔵 pic.twitter.com/UxFW3oVKlh
— Ben Jacobs (@JacobsBen) August 29, 2024
Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.