„Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 20:17 Helgi Már var vel til hafður á Ölveri áðan. stöð 2 Víkingur er á leið í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-0 sigur gegn UE Santa Coloma. Stuðningsmenn liðsins hópuðu sig saman á Ölveri og fögnuðu sigrinum. Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira
Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira