Fjögur Íslendingalið unnu sín einvígi Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 20:02 Orri Steinn Óskarsson og Sverrir Ingi Ingason voru þeir einu sem komu við sögu hjá sínum félögum. getty Fjögur lið með Íslendinga innanborðs tryggðu sér sæti í Sambands- eða Evrópudeildinni í kvöld. Elfsborg áfram eftir vítaspyrnukeppni Elfsborg komst áfram í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur gegn Molde í vítaspyrnukeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-1 jafntefli en Elfsborg var sparkvissara í kvöld og vann 4-2 í vítaspyrnukeppni. Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru báðir ónotaðir varamenn hjá Elfsborg. Orri inn af bekknum og FCK áfram FC Kaupmannahöfn komst áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri gegn Kilmarnock frá Skotlandi. Fyrri leikinn vann FCK 2-0 en í Skotlandi í kvöld gerðu liðin 1-1 jafntefli sín á milli. Orri Steinn Óskarsson var látinn byrja á varamannabekk FCK, en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu daga. Hann kom inn á 63. mínútu, rétt áður en Lewis Mayo setti boltann óvart í eigið net og jafnaði fyrir danska félagið. Panathinaikos með dramatískan sigur Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu Panathinaikos töpuðu fyrri leik sínum gegn franska félaginu Lens 2-1. Þeir sneru gengi sínu hins vegar við á heimavelli í kvöld og unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Facundo Pellistri og Tete. 3-2 sigur samanlagt í einvíginu og sæti í Sambandsdeildinni tryggt. Sverrir Ingi stóð vaktina í vörninni en Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna meiðsla. Ajax örugglega áfram Ajax tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með samanlögðum 7-1 sigri gegn Jagiellonia frá Póllandi. Leikur kvöldsins vannst 3-0 á heimavelli. Kristin Hlynsson var utan hóps síðast en á varamannabekknum í kvöld, kom ekkert við sögu samt. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17 Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Elfsborg áfram eftir vítaspyrnukeppni Elfsborg komst áfram í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur gegn Molde í vítaspyrnukeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-1 jafntefli en Elfsborg var sparkvissara í kvöld og vann 4-2 í vítaspyrnukeppni. Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson voru báðir ónotaðir varamenn hjá Elfsborg. Orri inn af bekknum og FCK áfram FC Kaupmannahöfn komst áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar með samanlögðum 3-1 sigri gegn Kilmarnock frá Skotlandi. Fyrri leikinn vann FCK 2-0 en í Skotlandi í kvöld gerðu liðin 1-1 jafntefli sín á milli. Orri Steinn Óskarsson var látinn byrja á varamannabekk FCK, en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu daga. Hann kom inn á 63. mínútu, rétt áður en Lewis Mayo setti boltann óvart í eigið net og jafnaði fyrir danska félagið. Panathinaikos með dramatískan sigur Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu Panathinaikos töpuðu fyrri leik sínum gegn franska félaginu Lens 2-1. Þeir sneru gengi sínu hins vegar við á heimavelli í kvöld og unnu 2-0 sigur þökk sé mörkum Facundo Pellistri og Tete. 3-2 sigur samanlagt í einvíginu og sæti í Sambandsdeildinni tryggt. Sverrir Ingi stóð vaktina í vörninni en Hörður Björgvin Magnússon er frá vegna meiðsla. Ajax örugglega áfram Ajax tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með samanlögðum 7-1 sigri gegn Jagiellonia frá Póllandi. Leikur kvöldsins vannst 3-0 á heimavelli. Kristin Hlynsson var utan hóps síðast en á varamannabekknum í kvöld, kom ekkert við sögu samt. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17 Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30 Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Í beinni: Santa Coloma - Víkingur | Lokaskrefið að Evrópukeppni og hálfum milljarði Íslandsmeistarar Víkings gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Santa Coloma í seinni leik liðanna í baráttu um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. 29. ágúst 2024 17:17
Hákon mætir meisturunum og fer á Anfield Dregið var í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í dag og þar með réðst hvaða átta mótherja hvert lið fær í keppninni. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Sport 2. 29. ágúst 2024 15:30