Þrettán ára börn ósjálfbjarga vegna drykkju á Menningarnótt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2024 20:01 Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg segir drykkju unglinga hafa aukist. vísir/sigurjón Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. Miðbæjarathvarfið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglu og fengu þau athvarf í safnaðarheimili dómkirkjunnar á menningarnótt. Um er að ræða verklag sem viðhaft er á viðburðum þar sem líklegt þykir að börn- og unglingar safnist saman. „Þá erum við með félagsráðgjafa þar inni og starfsmenn félagsmiðstöðva og lögreglu sem taka á móti þeim unglingum sem gönguteymin koma með inn. Þetta eru þá börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna ölvunar eða annarra vandamála,“ segir Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg. Mjög ölvuð í hættu Athvarfið var þétt setið á menningarnótt og voru börnin sem nýta þurftu þjónustuna allt niður í þrettán ára. „Því miður eru þau börn sem við erum að taka á móti mjög illa á sig komin. Mjög ölvuð, jafnvel ósjálfbjarga og eru bara í mikilli hættu.“ Sterkt áfengi verði fyrir valinu Hún segir börnin drekka sterkt áfengi og jafnvel landa. „Landinn hefur nýlega verið að koma aftur og það er mjög hættulegt því þau eru að verða veik af þessu áfengi sem þau eru að drekka.“ Og segist Andrea vita til þess að börnin kaupi áfengi meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Byrjað var að veita þjónustuna um klukkan hálf sex á laugardaginn og segir Andrea að stuttu eftir opnun hafi þau tekið á móti fyrsta barninu. „Það þarf líka að hafa í huga að það er ýmislegt að gerast snemma um kvöld. Þetta er ekki bara seint um kvöld eða í kringum flugeldasýninguna. Við erum strax að byrja að vera vör við alvarleg vandamál mjög snemma dags.“ Starfsfólk félagsmiðstöðva gekk um í bláum jökkum til að vera börnum til halds og trausts.vísir/sigurjón Drykkja unglinga hafi aukist milli ára auk hnífaburðar og hótana. „Við vorum búin að ná góðum tökum á þessu og þetta var orðin ákveðin jaðarhegðun hjá börnum á grunnskólastigi. En núna því miður er þetta að verða algengara og algengara og ég held að við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og stemma sigu við þessari þróun.“ Börn og uppeldi Menningarnótt Áfengi og tóbak Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Miðbæjarathvarfið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglu og fengu þau athvarf í safnaðarheimili dómkirkjunnar á menningarnótt. Um er að ræða verklag sem viðhaft er á viðburðum þar sem líklegt þykir að börn- og unglingar safnist saman. „Þá erum við með félagsráðgjafa þar inni og starfsmenn félagsmiðstöðva og lögreglu sem taka á móti þeim unglingum sem gönguteymin koma með inn. Þetta eru þá börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna ölvunar eða annarra vandamála,“ segir Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg. Mjög ölvuð í hættu Athvarfið var þétt setið á menningarnótt og voru börnin sem nýta þurftu þjónustuna allt niður í þrettán ára. „Því miður eru þau börn sem við erum að taka á móti mjög illa á sig komin. Mjög ölvuð, jafnvel ósjálfbjarga og eru bara í mikilli hættu.“ Sterkt áfengi verði fyrir valinu Hún segir börnin drekka sterkt áfengi og jafnvel landa. „Landinn hefur nýlega verið að koma aftur og það er mjög hættulegt því þau eru að verða veik af þessu áfengi sem þau eru að drekka.“ Og segist Andrea vita til þess að börnin kaupi áfengi meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Byrjað var að veita þjónustuna um klukkan hálf sex á laugardaginn og segir Andrea að stuttu eftir opnun hafi þau tekið á móti fyrsta barninu. „Það þarf líka að hafa í huga að það er ýmislegt að gerast snemma um kvöld. Þetta er ekki bara seint um kvöld eða í kringum flugeldasýninguna. Við erum strax að byrja að vera vör við alvarleg vandamál mjög snemma dags.“ Starfsfólk félagsmiðstöðva gekk um í bláum jökkum til að vera börnum til halds og trausts.vísir/sigurjón Drykkja unglinga hafi aukist milli ára auk hnífaburðar og hótana. „Við vorum búin að ná góðum tökum á þessu og þetta var orðin ákveðin jaðarhegðun hjá börnum á grunnskólastigi. En núna því miður er þetta að verða algengara og algengara og ég held að við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og stemma sigu við þessari þróun.“
Börn og uppeldi Menningarnótt Áfengi og tóbak Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent