Þrettán ára börn ósjálfbjarga vegna drykkju á Menningarnótt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2024 20:01 Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg segir drykkju unglinga hafa aukist. vísir/sigurjón Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. Miðbæjarathvarfið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglu og fengu þau athvarf í safnaðarheimili dómkirkjunnar á menningarnótt. Um er að ræða verklag sem viðhaft er á viðburðum þar sem líklegt þykir að börn- og unglingar safnist saman. „Þá erum við með félagsráðgjafa þar inni og starfsmenn félagsmiðstöðva og lögreglu sem taka á móti þeim unglingum sem gönguteymin koma með inn. Þetta eru þá börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna ölvunar eða annarra vandamála,“ segir Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg. Mjög ölvuð í hættu Athvarfið var þétt setið á menningarnótt og voru börnin sem nýta þurftu þjónustuna allt niður í þrettán ára. „Því miður eru þau börn sem við erum að taka á móti mjög illa á sig komin. Mjög ölvuð, jafnvel ósjálfbjarga og eru bara í mikilli hættu.“ Sterkt áfengi verði fyrir valinu Hún segir börnin drekka sterkt áfengi og jafnvel landa. „Landinn hefur nýlega verið að koma aftur og það er mjög hættulegt því þau eru að verða veik af þessu áfengi sem þau eru að drekka.“ Og segist Andrea vita til þess að börnin kaupi áfengi meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Byrjað var að veita þjónustuna um klukkan hálf sex á laugardaginn og segir Andrea að stuttu eftir opnun hafi þau tekið á móti fyrsta barninu. „Það þarf líka að hafa í huga að það er ýmislegt að gerast snemma um kvöld. Þetta er ekki bara seint um kvöld eða í kringum flugeldasýninguna. Við erum strax að byrja að vera vör við alvarleg vandamál mjög snemma dags.“ Starfsfólk félagsmiðstöðva gekk um í bláum jökkum til að vera börnum til halds og trausts.vísir/sigurjón Drykkja unglinga hafi aukist milli ára auk hnífaburðar og hótana. „Við vorum búin að ná góðum tökum á þessu og þetta var orðin ákveðin jaðarhegðun hjá börnum á grunnskólastigi. En núna því miður er þetta að verða algengara og algengara og ég held að við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og stemma sigu við þessari þróun.“ Börn og uppeldi Menningarnótt Áfengi og tóbak Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira
Miðbæjarathvarfið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglu og fengu þau athvarf í safnaðarheimili dómkirkjunnar á menningarnótt. Um er að ræða verklag sem viðhaft er á viðburðum þar sem líklegt þykir að börn- og unglingar safnist saman. „Þá erum við með félagsráðgjafa þar inni og starfsmenn félagsmiðstöðva og lögreglu sem taka á móti þeim unglingum sem gönguteymin koma með inn. Þetta eru þá börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna ölvunar eða annarra vandamála,“ segir Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg. Mjög ölvuð í hættu Athvarfið var þétt setið á menningarnótt og voru börnin sem nýta þurftu þjónustuna allt niður í þrettán ára. „Því miður eru þau börn sem við erum að taka á móti mjög illa á sig komin. Mjög ölvuð, jafnvel ósjálfbjarga og eru bara í mikilli hættu.“ Sterkt áfengi verði fyrir valinu Hún segir börnin drekka sterkt áfengi og jafnvel landa. „Landinn hefur nýlega verið að koma aftur og það er mjög hættulegt því þau eru að verða veik af þessu áfengi sem þau eru að drekka.“ Og segist Andrea vita til þess að börnin kaupi áfengi meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Byrjað var að veita þjónustuna um klukkan hálf sex á laugardaginn og segir Andrea að stuttu eftir opnun hafi þau tekið á móti fyrsta barninu. „Það þarf líka að hafa í huga að það er ýmislegt að gerast snemma um kvöld. Þetta er ekki bara seint um kvöld eða í kringum flugeldasýninguna. Við erum strax að byrja að vera vör við alvarleg vandamál mjög snemma dags.“ Starfsfólk félagsmiðstöðva gekk um í bláum jökkum til að vera börnum til halds og trausts.vísir/sigurjón Drykkja unglinga hafi aukist milli ára auk hnífaburðar og hótana. „Við vorum búin að ná góðum tökum á þessu og þetta var orðin ákveðin jaðarhegðun hjá börnum á grunnskólastigi. En núna því miður er þetta að verða algengara og algengara og ég held að við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og stemma sigu við þessari þróun.“
Börn og uppeldi Menningarnótt Áfengi og tóbak Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fleiri fréttir Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjá meira
Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06