Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 15:13 Frá eldgosinu í Holuhrauni í nóvember 2014. Vísir/Egill Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns. Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni. Fyrsta gosið þann 29. ágúst varð lítið hraungos sem stóð í nokkra klukkutíma en var forboði meiri tíðinda. Aðfaranótt 31. ágúst hófst öllu stærra gos sem náði hámarki á fyrsta degi en gaus kröftulega næstu vikur og mánuði. Hægja fór á gosinu í janúar 2015 og var goslokum lýst yfir þann 28. febrúar það ár. Gosið í Holuhrauni er með stærri hraungosum sem orðið hafa hérlendis á sögulegum tíma. Um mánaðamótin september-október 2014 var það farið að nálgast 50 km² að flatarmáli. Þá var það sambærilegt við Tröllahraun á Tungnáröræfum en það rann á árabilinu 1862-4 og er ættað frá goskerfi Bárðarbungu. Í fyrstu viku október náði Holuhraun Tröllahrauni að stærð og var þar með orðið mesta hraun landsins frá því Skaftáreldahraun rann. Þann 1. desember var flatarmálið komið yfir 75 km² og þann 1. febrúar 2015 var það 85 km². Í töflunni hér að neðan eru talin 12 víðáttumestu hraun sem runnið hafa frá landnámstíð og flatarmál þeirra. Þar sést að Holuhraun er í 5. sæti en er töluvert langt frá því að komast í eitt af toppsætunum. Flatarmál hrauna af vef Wikipedia þar sem fjallað er um Holuhraun.Wikipedia Meðalþykkt hraunsins er um 16 m. Þykktin er yfir 20 m á stórum svæðum og næst gígunum er hún yfir 40 metrar. Flatarmálið er 85 km² og rúmmál hraunsins þar af leiðandi 1,36 km³. Um tíma var rætt að hraunið fengi nafnið Nornahraun því í upphafi gossins bar talsvert á nornahári umhverfis gosstöðvarnar sem myndast hafði í kvikustrókunum. Örnafnanefnd og sveitarstjórn Skútustaðahrepps komst svo að þeirri niðurstöðu að nafnið Holuhraun skyldi haldast. Eldgos og jarðhræringar Tímamót Bárðarbunga Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50 Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47 Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira
Mikil skjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst 2014. Til að byrja með var skjálftavirknin mest innan öskjunnar í fjallinu. Síðan tók virknin að færast til norðausturs, yfir Dyngjujökul og í átt að Holuhrauni. Jafnframt mældist stöðugur skjálftaórói innan Bárðarbunguöskjunnar. Mörg hundruð skjálftar voru skráðir á hverjum sólarhring, sá stærsti 5,7 stig, en hann átti sér stað 26. ágúst. Talið er að bergkvika hafi streymt úr kvikuhólfi undir Bárðarbungu og út í sprungusveim sem leiddi hana um 40 km leið að Holuhrauni. Fyrsta gosið þann 29. ágúst varð lítið hraungos sem stóð í nokkra klukkutíma en var forboði meiri tíðinda. Aðfaranótt 31. ágúst hófst öllu stærra gos sem náði hámarki á fyrsta degi en gaus kröftulega næstu vikur og mánuði. Hægja fór á gosinu í janúar 2015 og var goslokum lýst yfir þann 28. febrúar það ár. Gosið í Holuhrauni er með stærri hraungosum sem orðið hafa hérlendis á sögulegum tíma. Um mánaðamótin september-október 2014 var það farið að nálgast 50 km² að flatarmáli. Þá var það sambærilegt við Tröllahraun á Tungnáröræfum en það rann á árabilinu 1862-4 og er ættað frá goskerfi Bárðarbungu. Í fyrstu viku október náði Holuhraun Tröllahrauni að stærð og var þar með orðið mesta hraun landsins frá því Skaftáreldahraun rann. Þann 1. desember var flatarmálið komið yfir 75 km² og þann 1. febrúar 2015 var það 85 km². Í töflunni hér að neðan eru talin 12 víðáttumestu hraun sem runnið hafa frá landnámstíð og flatarmál þeirra. Þar sést að Holuhraun er í 5. sæti en er töluvert langt frá því að komast í eitt af toppsætunum. Flatarmál hrauna af vef Wikipedia þar sem fjallað er um Holuhraun.Wikipedia Meðalþykkt hraunsins er um 16 m. Þykktin er yfir 20 m á stórum svæðum og næst gígunum er hún yfir 40 metrar. Flatarmálið er 85 km² og rúmmál hraunsins þar af leiðandi 1,36 km³. Um tíma var rætt að hraunið fengi nafnið Nornahraun því í upphafi gossins bar talsvert á nornahári umhverfis gosstöðvarnar sem myndast hafði í kvikustrókunum. Örnafnanefnd og sveitarstjórn Skútustaðahrepps komst svo að þeirri niðurstöðu að nafnið Holuhraun skyldi haldast.
Eldgos og jarðhræringar Tímamót Bárðarbunga Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50 Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47 Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57 Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Sjá meira
Nýja gossprungan: Ótrúlegt sjónarspil í Holuhrauni Þórhallur Jónsson, ljósmyndari, flaug ásamt Arngrími Jóhannssyni yfir eldgosið í Holuhrauni laust fyrir hádegi í dag og náði Þórhallur þessum frábæru myndum af nýju sprungunni. 5. september 2014 15:50
Mögnuð myndbönd frá eldgosinu í Holuhrauni Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir svæðið í gær og tók meðfylgjandi myndbönd. 4. september 2014 13:47
Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt. 29. ágúst 2014 10:57
Good Morning America í beinni útsendingu frá Holuhrauni Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að Íslenskum tíma. 3. febrúar 2015 07:28