Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2024 12:07 Kristrún Frostadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson njóta mest fylgis í embætti forsætisráðherra samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Grafík/Sara Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?