Sport

Lítill tví­fari hvatti Saba­lenka til dáða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sabalenka og aðdáandinn ungi.
Sabalenka og aðdáandinn ungi. @SabalenkaA

Lucia Bronzetti átti aldrei roð í Aryna Sabalenka í annarri umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Aryna sagði lítinn tvífara í stúkunni hafa hvatt hana til dáða en hún er til alls líkleg á mótinu í ár.

Sabalenka endaði í öðru sæti á Opna bandaríska á síðasta ári og ætlar sér alla leið í ár. Hún kláraði Bronzetti í tveimur settum, 6-3 og 6-1, en viðureignin tók aðeins 61 mínútu. Strax og leik var lokið heilsaði ungum aðdáanda sem hafði komið klæddur eins og tennisstjarnan. Þá var aðdáandinn ungi með tímabundið tígrisdýra húðflúr á vinstri handlegg sínum.

„Ég leit upp á stóra skjáinn og sá þennan litla tvífara minn, það var svo sætt. Það var mikil hvatning, að halda áfram og vera fyrirmynd fyrir ungu kynslóðina. Þetta var krúttlegt augnablik.“

„Ég sagði við sjálfa mig að ég þyrfti að halda einbeitingu frá fyrsta stigi til þess síðasta. Ég vildi sjá til þess að ég væri ekki að eyða of miklum tíma svo ég væri klár í næstu umferð. Þetta voru erfiðar aðstæður en ég er ánægð með að ná að vinna leikinn í tveimur settum,“ sagði sigurreif Sabalenka að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×