„Krakkar“ með blys, dós kastað að dómara og grannar sakaðir um íkveikju Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 07:01 Stuðningsmenn fótboltaliða haga sér misvel á leikjum. Myndin tengist fréttinni óbeint. vísir/Anton ÍBV, ÍR, Þór Akureyri, KFA og Vængir Júpiters hafa öll verið sektuð af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í sumar vegna hegðunar áhorfenda. Brotin eru misalvarleg en hæsta sektin nam 100.000 krónum. Þessar sektir bætast við sekt sem að Afturelding fékk vegna dólgslegrar framkomu stjórnarmanns félagsins í garð dómara eftir leik. Knattspyrnudeild ÍR hefur í tvígang verið sektuð vegna framkomu áhorfenda í sumar. Í júní kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum á leik gegn Gróttu á Seltjarnarnesi, sem leiddi til 50.000 króna sektar. Reykur frá blysunum olli nokkrum óþægindum fyrir áhorfendur, samkvæmt skýrslu eftirlitsmanns KSÍ. Sögðu nýja stuðningssveit skipaða krökkum Stjórn knattspyrnudeildar ÍR sagði nýja stuðningsmannasveit hafa verið stofnaða fyrir þetta tímabil og að hún samanstæði af „krökkum“ sem væru nær allir undir tvítugu. Reynt yrði að leiðbeina þeim og sjá til þess að þeir tækju tillit til reglna og annarra áhorfenda. Með því að kveikja á blysum hætta áhorfendur á að félögin þeirra þurfi að greiða sektir. Vandamálið er þekkt um alla Evrópu.Getty/Rene Nijhuis Í ágúst varð hegðun stuðningsmanna ÍR aftur tilefni til sektar, og í þetta sinn hljóðað hún upp á 100.000 krónur. Samkvæmt skýrslu eftirlitsmanns lét hluti stuðningsmanna ÍR illa gagnvart dómara og gestum sínum úr Þrótti, og sérstaklega einn stuðningsmaður sem meðal annars kastaði krumpaðri áldós í átt að aðstoðardómara. Vítaverð eða hættuleg framkoma gagnvart dómurum, leikmönnum eða öðrum getur valdið sekt upp á allt að 200.000 krónum. ÍR þurfti í þetta sinn að greiða helming þeirrar upphæðar en samtals hafa áhorfendur kostað knattspyrnudeild félagsins 150.000 krónur í sumar. Á meðan hefur gengið innan vallar verið framar vonum en sem nýliðar eru ÍR-ingar í 5. sæti Lengjudeildar karla, í harðri baráttu um að komast í umspil um sæti í Bestu deildinni. Sökuðu granna sína um að kveikja í gervigrasi með blysi Grafarvogsfélagið Vængir Júpiters, sem spilar í 3. deild, fékk 75.000 króna sekt eftir heimaleik við Víði úr Garði. Framkoma eins áhorfanda þótti það vítaverð og hættuleg að réttast væri að sekta félagið, en einnig vegna þess að nauðsynleg öryggisgæsla var ekki til staðar. Eftir grannaslag KFA og Hattar/Hugins fyrir austan, þann 13. júní, var knattspyrnudeild KFA sektuð um 50.000 krónur, vegna þess að stuðningsmenn KFA kveiktu á blysum á leiknum. Í greinargerð Hattar/Hugins segir að meðal annars hafi blysi verið hent inn á nýtt gervigras Fellavallar þannig að það brann, og að gæslumaður sem reynt hafi að stoppa blysnotkun hafi eingöngu fengið skammir og læti, og endað á að detta úr stúkunni með hnakkann í jörðina. „Ætla ekki að segja að honum hafi verið ýtt, en það kom þarna maður aðvífandi sem stuggaði við honum þannig að hann missti fótanna aftur fyrir sig,“ segir í greinargerð Hattar/Hugins. Samkvæmt úrskurði aganefndar þótti þó aðeins sannað að áhorfendur hefðu gerst brotlegir með því að kveikja á blysum. Með gjallarhorn, leiðindi og dónaskap ÍBV fékk einnig sekt upp á 50.000 krónur vegna blysanotkunar stuðningsmanna, á útileik gegn Fjölni í Lengjudeild karla 9. ágúst. Eftir 5-1 risasigur Eyjamanna í toppslagnum kveiktu nokkrir stuðningsmenn á blysum og mátti meðal annars sjá það á myndum á Fótbolta.net. Loks fengu Þórsarar lægstu sektina eða 25.000 króna sekt, vegna framkomu áhorfenda í leik gegn Stjörnunni í Mjólkurbikar karla. Í skýrslu eftirlitsmanns segir að framkoma stuðningsmanna Þórs, sem notuðu gjallarhorn, hafi ekki verið góð. Þeir hafi viðhaft leiðinlegt og dónalegt orðbragð í garð dómara og þjálfara. KSÍ ÍBV ÍR Þór Akureyri Tengdar fréttir HK sektað um 250 þúsund krónur fyrir ónýta markið Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta HK fyrir framkvæmd félagsins á leik liðsins gegn KR. 28. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Þessar sektir bætast við sekt sem að Afturelding fékk vegna dólgslegrar framkomu stjórnarmanns félagsins í garð dómara eftir leik. Knattspyrnudeild ÍR hefur í tvígang verið sektuð vegna framkomu áhorfenda í sumar. Í júní kveiktu stuðningsmenn liðsins á blysum á leik gegn Gróttu á Seltjarnarnesi, sem leiddi til 50.000 króna sektar. Reykur frá blysunum olli nokkrum óþægindum fyrir áhorfendur, samkvæmt skýrslu eftirlitsmanns KSÍ. Sögðu nýja stuðningssveit skipaða krökkum Stjórn knattspyrnudeildar ÍR sagði nýja stuðningsmannasveit hafa verið stofnaða fyrir þetta tímabil og að hún samanstæði af „krökkum“ sem væru nær allir undir tvítugu. Reynt yrði að leiðbeina þeim og sjá til þess að þeir tækju tillit til reglna og annarra áhorfenda. Með því að kveikja á blysum hætta áhorfendur á að félögin þeirra þurfi að greiða sektir. Vandamálið er þekkt um alla Evrópu.Getty/Rene Nijhuis Í ágúst varð hegðun stuðningsmanna ÍR aftur tilefni til sektar, og í þetta sinn hljóðað hún upp á 100.000 krónur. Samkvæmt skýrslu eftirlitsmanns lét hluti stuðningsmanna ÍR illa gagnvart dómara og gestum sínum úr Þrótti, og sérstaklega einn stuðningsmaður sem meðal annars kastaði krumpaðri áldós í átt að aðstoðardómara. Vítaverð eða hættuleg framkoma gagnvart dómurum, leikmönnum eða öðrum getur valdið sekt upp á allt að 200.000 krónum. ÍR þurfti í þetta sinn að greiða helming þeirrar upphæðar en samtals hafa áhorfendur kostað knattspyrnudeild félagsins 150.000 krónur í sumar. Á meðan hefur gengið innan vallar verið framar vonum en sem nýliðar eru ÍR-ingar í 5. sæti Lengjudeildar karla, í harðri baráttu um að komast í umspil um sæti í Bestu deildinni. Sökuðu granna sína um að kveikja í gervigrasi með blysi Grafarvogsfélagið Vængir Júpiters, sem spilar í 3. deild, fékk 75.000 króna sekt eftir heimaleik við Víði úr Garði. Framkoma eins áhorfanda þótti það vítaverð og hættuleg að réttast væri að sekta félagið, en einnig vegna þess að nauðsynleg öryggisgæsla var ekki til staðar. Eftir grannaslag KFA og Hattar/Hugins fyrir austan, þann 13. júní, var knattspyrnudeild KFA sektuð um 50.000 krónur, vegna þess að stuðningsmenn KFA kveiktu á blysum á leiknum. Í greinargerð Hattar/Hugins segir að meðal annars hafi blysi verið hent inn á nýtt gervigras Fellavallar þannig að það brann, og að gæslumaður sem reynt hafi að stoppa blysnotkun hafi eingöngu fengið skammir og læti, og endað á að detta úr stúkunni með hnakkann í jörðina. „Ætla ekki að segja að honum hafi verið ýtt, en það kom þarna maður aðvífandi sem stuggaði við honum þannig að hann missti fótanna aftur fyrir sig,“ segir í greinargerð Hattar/Hugins. Samkvæmt úrskurði aganefndar þótti þó aðeins sannað að áhorfendur hefðu gerst brotlegir með því að kveikja á blysum. Með gjallarhorn, leiðindi og dónaskap ÍBV fékk einnig sekt upp á 50.000 krónur vegna blysanotkunar stuðningsmanna, á útileik gegn Fjölni í Lengjudeild karla 9. ágúst. Eftir 5-1 risasigur Eyjamanna í toppslagnum kveiktu nokkrir stuðningsmenn á blysum og mátti meðal annars sjá það á myndum á Fótbolta.net. Loks fengu Þórsarar lægstu sektina eða 25.000 króna sekt, vegna framkomu áhorfenda í leik gegn Stjörnunni í Mjólkurbikar karla. Í skýrslu eftirlitsmanns segir að framkoma stuðningsmanna Þórs, sem notuðu gjallarhorn, hafi ekki verið góð. Þeir hafi viðhaft leiðinlegt og dónalegt orðbragð í garð dómara og þjálfara.
KSÍ ÍBV ÍR Þór Akureyri Tengdar fréttir HK sektað um 250 þúsund krónur fyrir ónýta markið Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta HK fyrir framkvæmd félagsins á leik liðsins gegn KR. 28. ágúst 2024 15:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
HK sektað um 250 þúsund krónur fyrir ónýta markið Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta HK fyrir framkvæmd félagsins á leik liðsins gegn KR. 28. ágúst 2024 15:15