Konan sem lenti undir ísfarginu er ólétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 14:50 Frá björgunaraðgerðum á Breiðamerkursandi sem stóðu sólarhring of lengi vegna þess að talning ferðamanna í ferðinni var ekki rétt. Vísir/Vilhelm Kona sem slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir ísfargi við Breiðamerkurjökul á sunnudaginn er ólétt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er konan á batavegi og barnið sakaði ekki. Konan var ásamt bandarískum manni sínum í íshellaskoðunarferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys sem gerir út sumarferðir á svæðinu ásamt fleiri fyrirtækjum. Hann lést í slysinu. Alls voru 23 ferðamenn í hópnum sem skipt var í tvo hluta. Einn leiðsögumaður var með hvorn hóp en samkvæmt heimildum fréttastofu voru báðir óreyndir. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn á slysinu miði ágætlega en taki sinn tíma. Rætt hafi verið við alla ferðamennina sem voru í hópunum tveimur og leiðsögumennina. Aðspurður um reynsluleysi leiðsögumannanna segir hann ekki tímabært að gefa neitt uppi um slíkt. Það sé hluti af rannsókninni. Lögregla haldi áfram að viða að sér gögnum og upplýsingum. Vegurinn að Breiðamerkurjökli þar sem slysið varð er enn opinn. Sveinn Kristján segir lögreglu ekki hafa til skoðunar að loka honum. „Þá værum við að fara að loka öllum jöklum landsins,“ segir Sveinn Kristján. Þónokkur fyrirtæki selja íshellaferðir í Kötlujökul á Suðurlandi sem dæmi. Aðspurður segir Sveinn Kristján lögreglu ekki hafa sérstaka skoðun á því nema að öryggis sé gætt, reynslumikið fólk meti svæðið og allir séu skráðir í ferðina. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. 28. ágúst 2024 13:43 Greinir á hvort námið hafi verið lagt niður degi eftir banaslys Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Konan var ásamt bandarískum manni sínum í íshellaskoðunarferð með fyrirtækinu Ice Pic Journeys sem gerir út sumarferðir á svæðinu ásamt fleiri fyrirtækjum. Hann lést í slysinu. Alls voru 23 ferðamenn í hópnum sem skipt var í tvo hluta. Einn leiðsögumaður var með hvorn hóp en samkvæmt heimildum fréttastofu voru báðir óreyndir. Leitað var að tveimur ferðamönnum til viðbótar undir ís fram á miðjan dag á mánudag þar til að í ljós kom að fyrirtækið hefði veitt lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í ferðinni. Þá var ljóst að enginn hefði verið ófundinn undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að rannsókn á slysinu miði ágætlega en taki sinn tíma. Rætt hafi verið við alla ferðamennina sem voru í hópunum tveimur og leiðsögumennina. Aðspurður um reynsluleysi leiðsögumannanna segir hann ekki tímabært að gefa neitt uppi um slíkt. Það sé hluti af rannsókninni. Lögregla haldi áfram að viða að sér gögnum og upplýsingum. Vegurinn að Breiðamerkurjökli þar sem slysið varð er enn opinn. Sveinn Kristján segir lögreglu ekki hafa til skoðunar að loka honum. „Þá værum við að fara að loka öllum jöklum landsins,“ segir Sveinn Kristján. Þónokkur fyrirtæki selja íshellaferðir í Kötlujökul á Suðurlandi sem dæmi. Aðspurður segir Sveinn Kristján lögreglu ekki hafa sérstaka skoðun á því nema að öryggis sé gætt, reynslumikið fólk meti svæðið og allir séu skráðir í ferðina.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. 28. ágúst 2024 13:43 Greinir á hvort námið hafi verið lagt niður degi eftir banaslys Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56 „Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. 28. ágúst 2024 13:43
Greinir á hvort námið hafi verið lagt niður degi eftir banaslys Kennari í jökla- og fjallaleiðsögn segir að menntamálaráðuneytið hafi tilkynnt Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu (FAS) degi eftir banaslys í íshelli að nám í greininni verði lagt niður um áramótin. Hún segir að menntaðir og reyndir jöklaleiðsögumenn hefðu aldrei farið inn í íshellinn á sunnudaginn. Ráðuneytið hafnar því að hafa lagt til að námið yrði lagt niður. 28. ágúst 2024 11:56
„Við þurfum bara að læra að segja nei“ Leiðsögumaður, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðasölufyrirtæki og þjóðgarðurinn Vatnajökull brugðust í aðdraganda slyssins á Breiðamerkurjökli þar sem tveir bandarískir ferðamenn lentu undir ís í fyrradag. Þetta er mat Stephan Mantler jöklaleiðsögumanns sem hefur áratuga reynslu af jökla- og fjallamennsku á Íslandi. 27. ágúst 2024 22:36