Lýsir ófremdarástandi í skilum ársreikninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 10:22 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun lítur mjög alvarlegum augum að tæplega fjórðungur sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá hafa skilað ársreikningi. Frestur til skila var þann 30. júní síðastliðinn. „Ófremdarástand í skilum ársreikninga sjóða og sjálfseignarstofnana“ segir á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. Samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, ber þeim sem bera ábyrgð á sjóði eða stofnun að senda Ríkisendurskoðun ársreikning sjóðs eða stofnunar ásamt skýrslu um hvernig fé hefur verið ráðstafað. Einungis 155 aðilar höfðu uppfyllt skilaskyldu sína þann 1. júlí sl. eða um 23% þeirra sjóða og stofnana sem voru á skrá fyrir árið 2023. Skilin á sama tíma árið 2023 voru um 22% og um 30% árið 2022. „Því er ljóst að skil sjóða hafa farið versnandi síðastliðin ár,“ segir í tilkynningu. Vanskil hafa aukist undanfarin ár. Vanskil í ár eru á pari við það sem var í fyrra.Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun lítur þetta mjög alvarlegum augum og ekki hvað síst í ljósi þess að í nýjasta áhættumati Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í desember 2023, er sérstaklega fjallað um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og ófullnægjandi skil þeirra á ársreikningum síðustu ár. Athygli stjórnvalda hefur á undanförnum árum verið vakin á slælegum skilum og skorti Ríkisendurskoðunar á úrræðum vegna þessa. Þann 22. júní síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá sem taka munu gildi 1. janúar 2025. Lögin fela í sér talsverðar breytingar og mun sýslumaður taka alfarið við málaflokknum, m.a. móttöku og yfirferð ársreikninga. Ríkisendurskoðun mun fyrir árslok birta útdrátt úr þeim ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða fyrir rekstrarárið 2023 sem borist hafa sem og lista yfir þá sjóði sem eru í vanskilum. Alþingi Lífeyrissjóðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Ófremdarástand í skilum ársreikninga sjóða og sjálfseignarstofnana“ segir á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. Samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, ber þeim sem bera ábyrgð á sjóði eða stofnun að senda Ríkisendurskoðun ársreikning sjóðs eða stofnunar ásamt skýrslu um hvernig fé hefur verið ráðstafað. Einungis 155 aðilar höfðu uppfyllt skilaskyldu sína þann 1. júlí sl. eða um 23% þeirra sjóða og stofnana sem voru á skrá fyrir árið 2023. Skilin á sama tíma árið 2023 voru um 22% og um 30% árið 2022. „Því er ljóst að skil sjóða hafa farið versnandi síðastliðin ár,“ segir í tilkynningu. Vanskil hafa aukist undanfarin ár. Vanskil í ár eru á pari við það sem var í fyrra.Ríkisendurskoðun Ríkisendurskoðun lítur þetta mjög alvarlegum augum og ekki hvað síst í ljósi þess að í nýjasta áhættumati Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í desember 2023, er sérstaklega fjallað um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og ófullnægjandi skil þeirra á ársreikningum síðustu ár. Athygli stjórnvalda hefur á undanförnum árum verið vakin á slælegum skilum og skorti Ríkisendurskoðunar á úrræðum vegna þessa. Þann 22. júní síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá sem taka munu gildi 1. janúar 2025. Lögin fela í sér talsverðar breytingar og mun sýslumaður taka alfarið við málaflokknum, m.a. móttöku og yfirferð ársreikninga. Ríkisendurskoðun mun fyrir árslok birta útdrátt úr þeim ársreikningum sjálfseignarstofnana og sjóða fyrir rekstrarárið 2023 sem borist hafa sem og lista yfir þá sjóði sem eru í vanskilum.
Alþingi Lífeyrissjóðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira