Kæra meintar aðdróttanir um mútuþægni til lögreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 09:48 Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. vísir Forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa sent kæru til lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur einstaklingi sem stofnunin segir hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar þar sem segir að tilefni kærunnar sé skoðanagrein sem birtist á Vísi þann 16. júlí. „Í greininni segir að starfsfólk stofnunarinnar skaki sér í skrifstofustólum svo skrjáfi í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafi stungið í vasa þeirra um leið og þeir skrifi upp á rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,” segir í tilkynningu MAST. Þar er jafnframt tekið fram að stofnunin vinni faglega að umsóknum um rekstrarleyfi til fiskeldis og veiti tilskilin leyfi ef umsóknir uppfylli skilyrði. „Forstjóri stofnunarinnar og starfsmenn sem komu að meðferð og útgáfu rekstrarleyfisins telja að með framkominni aðdróttun sé alvarlega vegið að heiðri og æru þeirra og því verði ekki komist hjá öðru en að kæra skrifin til lögreglu,” segir ennfremur í tilkynningunni. Greinin um „glyðrugang eftirlitsstofnanna“ Einstaklingurinn sem MAST hefur kært til lögreglu er ekki nafngreindur í tilkynningu stofnunarinnar. Ætla má að greinin sem um ræðir sé innsend skoðanagrein eftir Ester Hilmarsdóttur sem birtist á Vísi þann 16. júlí undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Greinina skrifar Ester í tilefni af því að Matvælastofnun hafði veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi, sem hafi verið í trássi við mat Samgöngustofu sem hafi metið sem svo að óheimilt væri að veita leyfi á hluta umrædds svæðis. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á,” segir meðal annars í grein Esterar. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ester vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum hennar þegar þau fást. Fréttin hefur verið uppfærð. Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar þar sem segir að tilefni kærunnar sé skoðanagrein sem birtist á Vísi þann 16. júlí. „Í greininni segir að starfsfólk stofnunarinnar skaki sér í skrifstofustólum svo skrjáfi í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafi stungið í vasa þeirra um leið og þeir skrifi upp á rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,” segir í tilkynningu MAST. Þar er jafnframt tekið fram að stofnunin vinni faglega að umsóknum um rekstrarleyfi til fiskeldis og veiti tilskilin leyfi ef umsóknir uppfylli skilyrði. „Forstjóri stofnunarinnar og starfsmenn sem komu að meðferð og útgáfu rekstrarleyfisins telja að með framkominni aðdróttun sé alvarlega vegið að heiðri og æru þeirra og því verði ekki komist hjá öðru en að kæra skrifin til lögreglu,” segir ennfremur í tilkynningunni. Greinin um „glyðrugang eftirlitsstofnanna“ Einstaklingurinn sem MAST hefur kært til lögreglu er ekki nafngreindur í tilkynningu stofnunarinnar. Ætla má að greinin sem um ræðir sé innsend skoðanagrein eftir Ester Hilmarsdóttur sem birtist á Vísi þann 16. júlí undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Greinina skrifar Ester í tilefni af því að Matvælastofnun hafði veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi, sem hafi verið í trássi við mat Samgöngustofu sem hafi metið sem svo að óheimilt væri að veita leyfi á hluta umrædds svæðis. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á,” segir meðal annars í grein Esterar. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ester vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum hennar þegar þau fást. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira