Vill skoða neðanjarðarlest í stað Borgarlínu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. ágúst 2024 23:43 Ragnhildur Alda María er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu. Ragnhildur segir að borgarstjórnarhópurinn hafi kosið gegn síðasta sáttmála árið 2019, en þá hafi allar fjárhagsáætlanir og framkvæmdaráætlanir verið út í hött. „Núna erum við ennþá meira hugsi yfir þessu, núna ertu með ekki bara tvöfalt hærri fjárhæðir, heldur eiga Reykvíkingar ekki að sjá neina bragarbót á umferðarmálum fyrr en eftir kannski tíu til fimmtán ár. Okkur finnst þetta bara ekki góður díll fyrir Reykjavík,“ segir Ragnhildur. Hún var gestur í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi umferðina, samgöngusáttmálann og kostnaðinn við hann. Kjósendur hefðu frekar viljað neðanjarðarlest fyrir svona upphæðir Ragnhildur segir að um 130 milljarðar séu áætlaður kostnaður bara við Borgarlínuhlutann. Ástæðan fyrir því að hún sé svona dýr, sé að það þurfi að brjóta upp alla götuna af því að þessi útfærsla sem var valin er til miðju. Þetta þýði að fólk þurfi að ganga fyrir bíla til að fara upp í borgarlínuvagna. „Mér finnst ég ekki geta farið á borð kjósenda og sagt við þá, ég ætla að láta ykkur borga þessa risafjárhæð fyrir þessa útfærslu á Borgarlínu þar sem þið þurfið hvort sem er að standa úti í öllum veðrum til að fara upp í vagnana,“ segir hún. Fyrir þessar fjárhæðir hefði alveg eins verið hægt að skoða neðanjarðarlest. „Það er þó að minnsta kosti viðbót við vegakerfið, en Borgarlínan á náttúrulega að taka akrein af bílum og það kemur alveg fram í skýrslunni að þetta hefur nettó tafaráhrif á akandi umferð,“ segir hún. Einnig séu aðrar hugmyndir til dæmis um léttborgarlínu ódýrari og þær séu einnig til hliðar við aðra umferð, ekki í miðjunni eins og Borgarlína. Hin sveitarfélögin með betri díl En eru Sjálfstæðismenn klofnir í þessu máli? Þau stjórna hinum sveitarfélögunum og Bjarni Benediktsson kynnti þennan sáttmála? „Ég skil alveg hin sveitarfélögin af því að þau eru að fá mun betri díl en Reykvíkingar. Margar af þeim vegabótum sem hin sveitarfélögin voru að berjast fyrir eru komnar,“ segir Ragnhildur. Hún segir að jafnvel kjósendur meirihlutans myndu segjast frekar vilja fá neðanjarðarlest en strætó á sérakrein á miðjum veginum, ef hún myndi standa fyrir framan þá og segja þeim frá kostnaðinum og framkvæmdunum við Borgarlínu. Vill endurskoða sáttmálann Ragnhildur segir að hún myndi vilja endurskoða þessa stöðu sem upp er komin varðandi sáttmálann, fjárhæðirnar og tímaáætlanirnar, kæmist hún til valda í borginni. Hún myndi vilja byrja á því að klára Bústaðaveginn og mót Reykjanesbrautar og Sæbrautar, sem hún segir að hafi átt að vera búið að útfæra. „Ég myndi bara ná því strax úr vegi, svo myndi ég taka það á borð til kjósenda og segja okei ef þið viljið betri strætó skulum við byrja í léttútgáfunni, hún er miklu ódýrari, fljótlegra að framkvæma hana og samkvæmt mælingum nær hún nokkurn veginn sama árangri,“ segir hún. Henni finnst heldur ekki réttlætanlegt að tefja fyrir umferð til þess að koma fólki inn í almenningssamgöngur. „Það segir bara að viðkomandi hafi ekki mikla trú á almenningssamgöngum.“ Frekar myndi hún vilja almenningssamgöngur sem „geta keppt“, og hún myndi vilja skoða neðanjarðarlest. „Málið er að þegar menn voru að setjast niður og gera þennan sáttmála fyrst, þá voru þeir að velta fyrir sér þessum möguleikum, þá átti neðanjarðarlest að vera svo dýr. En svo sjáum við núna að Borgarlinan er alls ekki ódýr, og það er í raun og veru útlit fyrir að við séum að koma út á nettó sömu upphæð eða jafnvel spara okkur eitthvað með að byggja lestina,“ segir Ragnhildur. Samgöngur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Borgarstjórn Borgarlína Reykjavík síðdegis Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ragnhildur segir að borgarstjórnarhópurinn hafi kosið gegn síðasta sáttmála árið 2019, en þá hafi allar fjárhagsáætlanir og framkvæmdaráætlanir verið út í hött. „Núna erum við ennþá meira hugsi yfir þessu, núna ertu með ekki bara tvöfalt hærri fjárhæðir, heldur eiga Reykvíkingar ekki að sjá neina bragarbót á umferðarmálum fyrr en eftir kannski tíu til fimmtán ár. Okkur finnst þetta bara ekki góður díll fyrir Reykjavík,“ segir Ragnhildur. Hún var gestur í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi umferðina, samgöngusáttmálann og kostnaðinn við hann. Kjósendur hefðu frekar viljað neðanjarðarlest fyrir svona upphæðir Ragnhildur segir að um 130 milljarðar séu áætlaður kostnaður bara við Borgarlínuhlutann. Ástæðan fyrir því að hún sé svona dýr, sé að það þurfi að brjóta upp alla götuna af því að þessi útfærsla sem var valin er til miðju. Þetta þýði að fólk þurfi að ganga fyrir bíla til að fara upp í borgarlínuvagna. „Mér finnst ég ekki geta farið á borð kjósenda og sagt við þá, ég ætla að láta ykkur borga þessa risafjárhæð fyrir þessa útfærslu á Borgarlínu þar sem þið þurfið hvort sem er að standa úti í öllum veðrum til að fara upp í vagnana,“ segir hún. Fyrir þessar fjárhæðir hefði alveg eins verið hægt að skoða neðanjarðarlest. „Það er þó að minnsta kosti viðbót við vegakerfið, en Borgarlínan á náttúrulega að taka akrein af bílum og það kemur alveg fram í skýrslunni að þetta hefur nettó tafaráhrif á akandi umferð,“ segir hún. Einnig séu aðrar hugmyndir til dæmis um léttborgarlínu ódýrari og þær séu einnig til hliðar við aðra umferð, ekki í miðjunni eins og Borgarlína. Hin sveitarfélögin með betri díl En eru Sjálfstæðismenn klofnir í þessu máli? Þau stjórna hinum sveitarfélögunum og Bjarni Benediktsson kynnti þennan sáttmála? „Ég skil alveg hin sveitarfélögin af því að þau eru að fá mun betri díl en Reykvíkingar. Margar af þeim vegabótum sem hin sveitarfélögin voru að berjast fyrir eru komnar,“ segir Ragnhildur. Hún segir að jafnvel kjósendur meirihlutans myndu segjast frekar vilja fá neðanjarðarlest en strætó á sérakrein á miðjum veginum, ef hún myndi standa fyrir framan þá og segja þeim frá kostnaðinum og framkvæmdunum við Borgarlínu. Vill endurskoða sáttmálann Ragnhildur segir að hún myndi vilja endurskoða þessa stöðu sem upp er komin varðandi sáttmálann, fjárhæðirnar og tímaáætlanirnar, kæmist hún til valda í borginni. Hún myndi vilja byrja á því að klára Bústaðaveginn og mót Reykjanesbrautar og Sæbrautar, sem hún segir að hafi átt að vera búið að útfæra. „Ég myndi bara ná því strax úr vegi, svo myndi ég taka það á borð til kjósenda og segja okei ef þið viljið betri strætó skulum við byrja í léttútgáfunni, hún er miklu ódýrari, fljótlegra að framkvæma hana og samkvæmt mælingum nær hún nokkurn veginn sama árangri,“ segir hún. Henni finnst heldur ekki réttlætanlegt að tefja fyrir umferð til þess að koma fólki inn í almenningssamgöngur. „Það segir bara að viðkomandi hafi ekki mikla trú á almenningssamgöngum.“ Frekar myndi hún vilja almenningssamgöngur sem „geta keppt“, og hún myndi vilja skoða neðanjarðarlest. „Málið er að þegar menn voru að setjast niður og gera þennan sáttmála fyrst, þá voru þeir að velta fyrir sér þessum möguleikum, þá átti neðanjarðarlest að vera svo dýr. En svo sjáum við núna að Borgarlinan er alls ekki ódýr, og það er í raun og veru útlit fyrir að við séum að koma út á nettó sömu upphæð eða jafnvel spara okkur eitthvað með að byggja lestina,“ segir Ragnhildur.
Samgöngur Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Borgarstjórn Borgarlína Reykjavík síðdegis Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira