Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Lovísa Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2024 15:10 Tilkynnt var um veikindi í Hrafntinnuskeri í gær. Mynd/Ferðafélag Íslands Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. Alls hefur nóróveira greinst hjá níu einstaklingum sem höfðu viðkomu á Rjúpnavöllum og hjá tveimur skólabörnum sem meðal annars gistu í Emstrum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að vonir hafi staðið til þess að hópsýkingarnar væru yfirstaðnar en miðað við tilkynninguna sem barst í gær sé ljóst að svo sé ekki. Alls um hundrað tilkynnt veikindi Staðfest hefur verið að yfir sextíu manns veiktust í tengslum við ferðalag eftir Landmannaleið og að yfir fjörutíu hafa veikst nýlega á Laugaveginum. Flestir þeirra ferðamanna sem veiktust voru á ferð um eða við Landmannaleið (Landmannalaugar, Landmannahellir, Áfangagil, Hólaskógur, Rjúpnavellir) eða í gönguferð eftir „Laugaveginum“ (Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Emstrur, Þórsmörk (Básar)). Fram kemur í tilkynningu að fjöldi þeirra sem veiktist er þó líklega töluvert hærri þar sem fæstir ferðamenn tilkynna veikindi sín til yfirvalda. Þá segir að erfitt sé að meta fjölda ferðamanna á þessum slóðum um hásumarið. Líklega séu hundruð manna á ferðinni á Laugaveginum á hverjum tíma. Enn verið að greina sýni Í tilkynningu segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi haft samband við staðarhaldara í skálum á ofangreindum ferðamannastöðum. Gefin hafa verið út tilmæli um að sjóða allt neysluvatn og að þrífa alla yfirborðsfleti og búnað í skálunum með viðeigandi aðferðum. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið tekið sýni til rannsókna á neysluvatni í skálum á ofangreindum hálendisstöðum til þess að ganga úr skugga um að vatnsból eða neysluvatn séu ekki menguð af saurgerlum eða mögulega nóróveiru. Tekin hafa verið sýni úr eftirfarandi skálum: Rjúpnavöllum, Hólaskógi, Áfangagili, Landmannahelli, Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri og Álftavatni. Áform eru um sýnatökur í Hvanngili, Emstrum og Básum. Rannsaka nóróveiru og saurgerlamengun Fram kemur í tilkynningu landlæknis að neysluvatnssýni séu rannsökuð með tilliti til saurgerlamengunar hérlendis en að nóróveiru þurfi að mæla á rannsóknarstofu erlendis. Þegar hefur greinst saurgerlamengun í neysluvatni á Rjúpnavöllum en ekki er vitað um veikindi vegna saurgerla. Fyrir aðra skála eru niðurstöður annaðhvort neikvæðar eða eru væntanlegar á næstu dögum. Niðurstöður frá erlendri rannsóknarstofu staðfesta að ekki greindist nóróveira í neysluvatnssýnum sem tekin voru á Rjúpnavöllum og í Landmannahelli. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. 23. ágúst 2024 17:18 Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Alls hefur nóróveira greinst hjá níu einstaklingum sem höfðu viðkomu á Rjúpnavöllum og hjá tveimur skólabörnum sem meðal annars gistu í Emstrum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að vonir hafi staðið til þess að hópsýkingarnar væru yfirstaðnar en miðað við tilkynninguna sem barst í gær sé ljóst að svo sé ekki. Alls um hundrað tilkynnt veikindi Staðfest hefur verið að yfir sextíu manns veiktust í tengslum við ferðalag eftir Landmannaleið og að yfir fjörutíu hafa veikst nýlega á Laugaveginum. Flestir þeirra ferðamanna sem veiktust voru á ferð um eða við Landmannaleið (Landmannalaugar, Landmannahellir, Áfangagil, Hólaskógur, Rjúpnavellir) eða í gönguferð eftir „Laugaveginum“ (Landmannalaugar, Hrafntinnusker, Álftavatn, Hvanngil, Emstrur, Þórsmörk (Básar)). Fram kemur í tilkynningu að fjöldi þeirra sem veiktist er þó líklega töluvert hærri þar sem fæstir ferðamenn tilkynna veikindi sín til yfirvalda. Þá segir að erfitt sé að meta fjölda ferðamanna á þessum slóðum um hásumarið. Líklega séu hundruð manna á ferðinni á Laugaveginum á hverjum tíma. Enn verið að greina sýni Í tilkynningu segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi haft samband við staðarhaldara í skálum á ofangreindum ferðamannastöðum. Gefin hafa verið út tilmæli um að sjóða allt neysluvatn og að þrífa alla yfirborðsfleti og búnað í skálunum með viðeigandi aðferðum. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið tekið sýni til rannsókna á neysluvatni í skálum á ofangreindum hálendisstöðum til þess að ganga úr skugga um að vatnsból eða neysluvatn séu ekki menguð af saurgerlum eða mögulega nóróveiru. Tekin hafa verið sýni úr eftirfarandi skálum: Rjúpnavöllum, Hólaskógi, Áfangagili, Landmannahelli, Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri og Álftavatni. Áform eru um sýnatökur í Hvanngili, Emstrum og Básum. Rannsaka nóróveiru og saurgerlamengun Fram kemur í tilkynningu landlæknis að neysluvatnssýni séu rannsökuð með tilliti til saurgerlamengunar hérlendis en að nóróveiru þurfi að mæla á rannsóknarstofu erlendis. Þegar hefur greinst saurgerlamengun í neysluvatni á Rjúpnavöllum en ekki er vitað um veikindi vegna saurgerla. Fyrir aðra skála eru niðurstöður annaðhvort neikvæðar eða eru væntanlegar á næstu dögum. Niðurstöður frá erlendri rannsóknarstofu staðfesta að ekki greindist nóróveira í neysluvatnssýnum sem tekin voru á Rjúpnavöllum og í Landmannahelli.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. 23. ágúst 2024 17:18 Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12
Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. 23. ágúst 2024 17:18
Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45