„Þetta er visst ógnarumhverfi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 15:24 Árni Tryggvason gafst upp eftir tvö ár í starfi við leiðsögn þar sem honum ofbauð þær aðstæður sem tíðkuðust í jöklaferðum. Myndina til vinstri tók Árni árið 2016 í íshelli þar sem nýlega hafði hrunið ís úr veggjum. Facebook/Árni Tryggvason Árni Tryggvason, hönnuður og ljósmyndari, hætti fyrir nokkrum árum störfum við leiðsögumennsku þar sem honum ofbauð sú hegðun sem hafi tíðkast innan ferðaþjónustunnar. Hann starfaði áður sem jöklaleiðsögumaður og tjáði sig um öryggismál í jöklaferðum en mátti í kjölfarið sæta hótunum. Frá þessu greinir Árni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag, í tilefni af alvarlegu slysi á Breiðamerkurjökli í gær. Í samtali við Vísi segist Árni að honum hafi þegar verið sýndir þöggunartilburðir eftir að hann birti færsluna. „Maður hefur orðið fyrir skítkasti, maður hefur orðið fyrir hótunum. En maður er miklu oftar að hitta fólk sem kemur og tekur utan um mann og segir Árni það er frábært að einhver þori að tala um þessi mál,“ segir Árni. Með færslu sinni birtir Árni myndir sem teknar eru á Sólheimajökli árið 2016, sem sýna varhugaverðar aðstæður og illa búna ferðamenn í íshellaskoðun. „Mér ofbauð dálítið þarna þetta kæruleysi í þessum ferðabransa,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi ekki breyst mikið, en ég get ekki fullyrt það.“ Árni starfaði sem leiðsögumaður um tíma á árunum eftir hrun, en nú starfar hann að mestu við hönnun og ljósmyndastörf í tengslum við ferðabransann. Í samtali við blaðamann las Árni upp athugasemd sem hann hafði fengið við ummæli sín, þar sem hann gerir athugasemdir við það hvernig öryggismálum sé háttað hjá sumum ferðaþjónustufyrirtækjum. „Hafðu vit á því að þegja þangað til þú veist eitthvað um hvað þú ert að tala í stað þess að sýna forheimskuna, illskuna og fáviskuna einu sinni enn,“ les Árni upp úr ummælum sem látin hafa verið falla í hans garð. „Á íslensku heitir þetta þöggun,“ segir Árni um ummælin. „Við vitum hvar þú býrð“ Hann segist þó áður fyrr hafa mátt sæta alvarlegri hótunum fyrir það að tjá sig á gagnrýninn hátt um öryggismál og áhættuhegðun innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars þegar hann gagnrýndi tiltekið fyrirtæki sem bauð upp á vélsleðaferðir á Langjökli. „Ég fékk hótanir í þeim anda „við vitum hvar þú býrð, það gæti eitthvað komið óvart fyrir þig.“ Þetta voru það alvarlegar hótanir að ég þurfti að láta lögregluna vita. Ég lét þessa aðila síðan bara vita að ég hafi látið lögregluna vita,“ segir Árni. Viðkomandi hafi þá sagst ekki vera alvara með hótununum, en allar hótanir beri að taka alvarlega. Árni segist einnig hafa áhyggjur af hegðun gagnvart erlendu starfsfólki í ferðaþjónustunni, sem oft þekki ekki réttindi sín og ákvæði kjarasamninga eins vel og Íslendingar. „Þegar ég var til dæmis að vinna hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum þá kom þar upp einhver kjaraumræða, og útlendingur einn sem að tjáði sig ákveðið, og við vorum stödd í Skaftafelli og honum var bara sagt að pakka, fara út á veg og taka rútuna í bæinn,“ segir Árni. Vill afnema „villta vestrið“ „Þetta er visst ógnarumhverfi. Þetta er bara eins og á togurunum áður en Vökulögin voru sett.“ Þá tekur hann undir með þeim sem hafa líkt afmarkaðri starfsemi innan ferðaþjónustunnar við „villta vestrið“ „Ég vil bara afnema villta vestrið,“ segir Árni. „Ég hef haft mjög sterka skoðun á þessari sölu á aðgangi að svæðum. Það má til dæmis fara að fjalla um það að þeir sem selja aðgang að svæðum, þeir bera meiri ábyrgð á gestum. Þeir vilja bara fá pening en ekki bera ábyrgð,“ segir Árni sem kveðst fagna aukinni umræðu. Það sé hans upplifun að margir fari af stað í ferðaþjónustu eða með gönguhópa án þess að hafa til þess viðunandi þjálfun eða þekkingu. „Fólk kann kannski ekki á áttavita. Kann kannski ekki beisik atriði í að komast af.“ Fjallamennska Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Í samtali við Vísi segist Árni að honum hafi þegar verið sýndir þöggunartilburðir eftir að hann birti færsluna. „Maður hefur orðið fyrir skítkasti, maður hefur orðið fyrir hótunum. En maður er miklu oftar að hitta fólk sem kemur og tekur utan um mann og segir Árni það er frábært að einhver þori að tala um þessi mál,“ segir Árni. Með færslu sinni birtir Árni myndir sem teknar eru á Sólheimajökli árið 2016, sem sýna varhugaverðar aðstæður og illa búna ferðamenn í íshellaskoðun. „Mér ofbauð dálítið þarna þetta kæruleysi í þessum ferðabransa,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi ekki breyst mikið, en ég get ekki fullyrt það.“ Árni starfaði sem leiðsögumaður um tíma á árunum eftir hrun, en nú starfar hann að mestu við hönnun og ljósmyndastörf í tengslum við ferðabransann. Í samtali við blaðamann las Árni upp athugasemd sem hann hafði fengið við ummæli sín, þar sem hann gerir athugasemdir við það hvernig öryggismálum sé háttað hjá sumum ferðaþjónustufyrirtækjum. „Hafðu vit á því að þegja þangað til þú veist eitthvað um hvað þú ert að tala í stað þess að sýna forheimskuna, illskuna og fáviskuna einu sinni enn,“ les Árni upp úr ummælum sem látin hafa verið falla í hans garð. „Á íslensku heitir þetta þöggun,“ segir Árni um ummælin. „Við vitum hvar þú býrð“ Hann segist þó áður fyrr hafa mátt sæta alvarlegri hótunum fyrir það að tjá sig á gagnrýninn hátt um öryggismál og áhættuhegðun innan ferðaþjónustunnar. Meðal annars þegar hann gagnrýndi tiltekið fyrirtæki sem bauð upp á vélsleðaferðir á Langjökli. „Ég fékk hótanir í þeim anda „við vitum hvar þú býrð, það gæti eitthvað komið óvart fyrir þig.“ Þetta voru það alvarlegar hótanir að ég þurfti að láta lögregluna vita. Ég lét þessa aðila síðan bara vita að ég hafi látið lögregluna vita,“ segir Árni. Viðkomandi hafi þá sagst ekki vera alvara með hótununum, en allar hótanir beri að taka alvarlega. Árni segist einnig hafa áhyggjur af hegðun gagnvart erlendu starfsfólki í ferðaþjónustunni, sem oft þekki ekki réttindi sín og ákvæði kjarasamninga eins vel og Íslendingar. „Þegar ég var til dæmis að vinna hjá íslenskum fjallaleiðsögumönnum þá kom þar upp einhver kjaraumræða, og útlendingur einn sem að tjáði sig ákveðið, og við vorum stödd í Skaftafelli og honum var bara sagt að pakka, fara út á veg og taka rútuna í bæinn,“ segir Árni. Vill afnema „villta vestrið“ „Þetta er visst ógnarumhverfi. Þetta er bara eins og á togurunum áður en Vökulögin voru sett.“ Þá tekur hann undir með þeim sem hafa líkt afmarkaðri starfsemi innan ferðaþjónustunnar við „villta vestrið“ „Ég vil bara afnema villta vestrið,“ segir Árni. „Ég hef haft mjög sterka skoðun á þessari sölu á aðgangi að svæðum. Það má til dæmis fara að fjalla um það að þeir sem selja aðgang að svæðum, þeir bera meiri ábyrgð á gestum. Þeir vilja bara fá pening en ekki bera ábyrgð,“ segir Árni sem kveðst fagna aukinni umræðu. Það sé hans upplifun að margir fari af stað í ferðaþjónustu eða með gönguhópa án þess að hafa til þess viðunandi þjálfun eða þekkingu. „Fólk kann kannski ekki á áttavita. Kann kannski ekki beisik atriði í að komast af.“
Fjallamennska Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira