Sjáðu vítadóminn í blálokin sem færði Blikum þriggja stiga forystu á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 09:03 Blikar eru á góðu skriði þessa dagana og komnir með þriggja stiga forystu á topppnum. Vísir/Diego Breiðablik er komið með þriggja stiga forystu á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir dramatískan sigur á Skaganum í gær en Valur, KA og FH unnu líka sigra í leikjum sínum. Nú má sjá mörkin úr leikjunum á Vísi. Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðabliki 2-1 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi með marki úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson fiskaði í uppbótartíma. Markið kom á fimmtu mínútu uppbótartímans. Hlynur Sævar Jónsson hafði komið ÍA í 1-0 á 63. mínútu en Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. Blikar náðu þriggja stiga forystu á Víkinga með þessum sigri en Víkingar eiga einn leik inni. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Breiðabliks FH-ingar unnu líka endurkomusigur á útivelli þegar þeir fögnuðu 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Þetta var langþráður sigur hjá FH sem hafði ekki unnið leik í ágústmánuði. Sigurmarkið skoraði fyrrum Fylkismaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen átta mínútum fyrir leikslok. Emil Ásmundsson og Orri Sveinn Segatta komu báðir Fylkismönnum tvisvar yfir í leiknum en Björn Daníel Sverrisson jafnaði fyrir FH í bæði skipin. Björn Daníel kórónaði leik sinn með því að leggja upp sigurmark Arnórs. Gunnar Jónas Hauksson kom tíu Vestramönnum í 1-0 á móti ellefu Valsmönnum en það dugði skammt. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu allir og tryggðu Val 3-1 sigur. Vestramenn misstu Gustav Kjeldsen af velli með rautt spjald strax á sjöttu mínútu og það má sjá brotið hér fyrir neðan. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og FH Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Vals og Vestra Besta deild karla Breiðablik Valur FH Fylkir ÍA Vestri Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðabliki 2-1 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi með marki úr vítaspyrnu sem Ísak Snær Þorvaldsson fiskaði í uppbótartíma. Markið kom á fimmtu mínútu uppbótartímans. Hlynur Sævar Jónsson hafði komið ÍA í 1-0 á 63. mínútu en Kristófer Ingi Kristinsson jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. Blikar náðu þriggja stiga forystu á Víkinga með þessum sigri en Víkingar eiga einn leik inni. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Breiðabliks FH-ingar unnu líka endurkomusigur á útivelli þegar þeir fögnuðu 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Þetta var langþráður sigur hjá FH sem hafði ekki unnið leik í ágústmánuði. Sigurmarkið skoraði fyrrum Fylkismaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen átta mínútum fyrir leikslok. Emil Ásmundsson og Orri Sveinn Segatta komu báðir Fylkismönnum tvisvar yfir í leiknum en Björn Daníel Sverrisson jafnaði fyrir FH í bæði skipin. Björn Daníel kórónaði leik sinn með því að leggja upp sigurmark Arnórs. Gunnar Jónas Hauksson kom tíu Vestramönnum í 1-0 á móti ellefu Valsmönnum en það dugði skammt. Tryggvi Hrafn Haraldsson, Jónatan Ingi Jónsson og Patrick Pedersen skoruðu allir og tryggðu Val 3-1 sigur. Vestramenn misstu Gustav Kjeldsen af velli með rautt spjald strax á sjöttu mínútu og það má sjá brotið hér fyrir neðan. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og FH Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Vals og Vestra
Besta deild karla Breiðablik Valur FH Fylkir ÍA Vestri Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira