„Lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma“ Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:30 Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þurfti að sætta sig við tap á móti toppliði deildarinnar. Vísir/Anton Brink Guðni Eiríksson, þjálfari FH, fór tómhentur heim af Kaplakrikavelli í dag. FH mætti meistaraliði Vals og sigruðu gestirnir leikinn örugglega 4-2. „Það voru sex mörk í dag en því miður fyrir FH-inga var það tap í dag,“ sagði Guðni eftir leikinn. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom FH yfir á 15. mínútu með glæsilegu marki en gestirnir voru ekki lengi að svara og jöfnuðu þremur mínútum síðar. „Þetta leit alveg þokkalega út í fyrri hálfleik. Það verður bara að segjast, þegar við missum Breukelen [Woodard] af velli í alvarleg meiðsli að það sló okkur út af laginu. Leikmenn voru sjokkeraðir inn í klefa í hálfleik,“ sagði Guðni um fyrri hálfleikinn. Einn af máttarstólpum í liði FH, Breukelen Woodard, meiddist alvarlega í lok fyrri hálfleiks og stöðva þurfti leikinn í tæplega tíu mínútur. Guðni telur að hún verði frá í marga mánuði. Sóknarmaðurinn öflugi, Breukelen Woodard, mun ekki taka þátt meira á tímabilinu.Vísir/Pawel „Hún virðist hafa fest sig í grasinu af einhverju leyti og sneri upp á hnéð. Hún fann fyrir að eitthvað gaf sig í hnénu og það veit ekki á gott. Þetta lítur ekki alls vel út, því miður fyrir hana.“ „Það lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma,“ bætti Guðni við. Sanngjarn sigur Vals „Þau gera þrjú mörk af sama radíus, þarna fyrir utan teig. Þær eru ofboðslega „clynical“ og einstaklingsgæðin eru gríðarleg, það mesta og besta í deildinni og þær bara refsa.“ „Við erum ekki almennilega vakandi þegar þær eru fyrir framan teiginn og þá refsa þær svona. Heilt yfir vinna þær sanngjarnt,“ segir Guðni. FH situr í fimmta sæti deildarinnar og þar af leiðandi leika í efri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Guðni ætlar að setjast við teikniborðið og setja raunhæft markmið fyrir síðustu leikina. „Nú er hefðbundin deildarkeppni búin og við erum réttilega í efri hlutanum. Við sjáum og skoðum eftir þessa umferð. Það eru fimm stig í þriðja sætið og við setjum okkur markmið, hvað getum við gert og hvað er raunhæft og reynum að hafa að einhverju að keppa,“ sagði þjálfarinn að lokum. Besta deild kvenna FH Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Það voru sex mörk í dag en því miður fyrir FH-inga var það tap í dag,“ sagði Guðni eftir leikinn. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir kom FH yfir á 15. mínútu með glæsilegu marki en gestirnir voru ekki lengi að svara og jöfnuðu þremur mínútum síðar. „Þetta leit alveg þokkalega út í fyrri hálfleik. Það verður bara að segjast, þegar við missum Breukelen [Woodard] af velli í alvarleg meiðsli að það sló okkur út af laginu. Leikmenn voru sjokkeraðir inn í klefa í hálfleik,“ sagði Guðni um fyrri hálfleikinn. Einn af máttarstólpum í liði FH, Breukelen Woodard, meiddist alvarlega í lok fyrri hálfleiks og stöðva þurfti leikinn í tæplega tíu mínútur. Guðni telur að hún verði frá í marga mánuði. Sóknarmaðurinn öflugi, Breukelen Woodard, mun ekki taka þátt meira á tímabilinu.Vísir/Pawel „Hún virðist hafa fest sig í grasinu af einhverju leyti og sneri upp á hnéð. Hún fann fyrir að eitthvað gaf sig í hnénu og það veit ekki á gott. Þetta lítur ekki alls vel út, því miður fyrir hana.“ „Það lítur út fyrir það að hún muni ekki spila fótbolta í langan tíma,“ bætti Guðni við. Sanngjarn sigur Vals „Þau gera þrjú mörk af sama radíus, þarna fyrir utan teig. Þær eru ofboðslega „clynical“ og einstaklingsgæðin eru gríðarleg, það mesta og besta í deildinni og þær bara refsa.“ „Við erum ekki almennilega vakandi þegar þær eru fyrir framan teiginn og þá refsa þær svona. Heilt yfir vinna þær sanngjarnt,“ segir Guðni. FH situr í fimmta sæti deildarinnar og þar af leiðandi leika í efri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu. Guðni ætlar að setjast við teikniborðið og setja raunhæft markmið fyrir síðustu leikina. „Nú er hefðbundin deildarkeppni búin og við erum réttilega í efri hlutanum. Við sjáum og skoðum eftir þessa umferð. Það eru fimm stig í þriðja sætið og við setjum okkur markmið, hvað getum við gert og hvað er raunhæft og reynum að hafa að einhverju að keppa,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira