Hógvær Raya segir vörslu gærdagsins ekki hafa verið hans bestu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 09:03 David Raya átti eina af vörslum tímabilsins í gær, strax í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Nigel French/PA Images via Getty Images David Raya, markvörður Arsenal, átti stóran þátt í því að liðið landaði 2-0 sigri er Skytturnar heimsóttu Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heimamenn í Aston Villa fengu klárlega sín færi til að komast yfir í leik gærdagsins og besta færi leiksins kom á 54. mínútu. Amadou Onana átti þá skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og Raya neyddist til að slá boltann í þverslána eftir að hafa runnið er boltinn stefndi að marki. Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa, tók frákastið og skallaði að marki þar sem Raya lá í jörðinni. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Raya að lyfta sér frá jörðinni og slá boltann út í teig af marklínunni. Í viðtali eftir leik var Raya hins vegar hógvær og vildi ekki meina að hann væri einhver hetja eftir þennan leik. „Við erum allir hetjur af því að við vinnum saman. Þetta snérist ekki bara um mig að verja þennan skalla. Þetta var mikilvægt augnablik í stöðunni 0-0. Þeir fengu sín færi og ég var nægilega vel staðsettur til að verja skallann frá Ollie Watkins,“ sagði Raya eftir leikinn. „Eftir því sem ég man best þá var þetta skot fyrir utan teig. Ég rann til og er ekki í nógu góðri stöðu til að grípa boltann. Svo sé ég bara Ollie koma á ferðinni og ég bregst við eins fljótt og ég get og sting hendinni út. Sem betur fer var svo enginn til að ráðast á þann bolta.“ „Þetta snýst bara um endurtekningu á æfingum. Maður gerir æfingar þar sem maður þarf að verja eitt skot og vera svo fljótur að standa upp og verja annað. Í þetta skipti borgaði það sig. Þetta var bara viðbragðsvarsla. Ég myndi ekki segja að þetta sé mín besta varsla.“ Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Heimamenn í Aston Villa fengu klárlega sín færi til að komast yfir í leik gærdagsins og besta færi leiksins kom á 54. mínútu. Amadou Onana átti þá skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og Raya neyddist til að slá boltann í þverslána eftir að hafa runnið er boltinn stefndi að marki. Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa, tók frákastið og skallaði að marki þar sem Raya lá í jörðinni. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Raya að lyfta sér frá jörðinni og slá boltann út í teig af marklínunni. Í viðtali eftir leik var Raya hins vegar hógvær og vildi ekki meina að hann væri einhver hetja eftir þennan leik. „Við erum allir hetjur af því að við vinnum saman. Þetta snérist ekki bara um mig að verja þennan skalla. Þetta var mikilvægt augnablik í stöðunni 0-0. Þeir fengu sín færi og ég var nægilega vel staðsettur til að verja skallann frá Ollie Watkins,“ sagði Raya eftir leikinn. „Eftir því sem ég man best þá var þetta skot fyrir utan teig. Ég rann til og er ekki í nógu góðri stöðu til að grípa boltann. Svo sé ég bara Ollie koma á ferðinni og ég bregst við eins fljótt og ég get og sting hendinni út. Sem betur fer var svo enginn til að ráðast á þann bolta.“ „Þetta snýst bara um endurtekningu á æfingum. Maður gerir æfingar þar sem maður þarf að verja eitt skot og vera svo fljótur að standa upp og verja annað. Í þetta skipti borgaði það sig. Þetta var bara viðbragðsvarsla. Ég myndi ekki segja að þetta sé mín besta varsla.“
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira