Dagskráin í dag: Átta leikir í Bestu-deildunum, Formúlan, þýski boltinn og fleira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 06:01 Valskonur heimsækja FH í lokaumferð Bestu-deildar kvenna í dag. Vísir/Anton Brink Óhætt er að segja að nóg verði um að vera á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Lokeumferð Bestu-deildar kvenna verður leikin í dag og alls verða sextán beinar útsendingar á þessum síðasta sunnudegi ágústmánaðar. Við hefjum leik úti á golfvelli þar sem lokadagur Women‘s British Open fer fram á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 11:00 áður en farið verður af stað í hollenska kappakstrinum í Formúlu 1 á Vodafone Sport klukkan 12:30. Klukkan 13:25 hefst svo upphitun fyrir lokaumferð Bestu-deildar kvenna á Stöð 2 Sport, en að umferðinni lokinni verður deildinni skipt upp í efri og neðri hluta. Öll lokaumferðin verður leikin á sama tíma og hefst útsending frá öllum leikjum klukkan 13:50. Íslandsmeistarar Vals heimsækja FH á Stöð 2 Sport, Tindastóll og Keflavík eigast við á Stöð 2 Sport 2, Víkingur sækir Breiðablik heim á Stöð 2 Sport 5 og á hliðarrásum Bestu-deildarinnar eigast Fylkir og Þór/KA við annars vegar og Tindastóll og Keflavík hins vegar. Klukkan 16:10 færum við okkur svo yfir til Þýskalands þar sem tvö Íslendingalið etja kappi í þýska Ofurbikarnum á Vodafone Sport. Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir verða þá að öllum líkindum í eldlínunni þegar Bayern München og Wolfsburg eigast við. Þá tekur Besta-deild karla við með fjórum leikjum. Klukkan 16:05 eigast Valur og Vestri við á Stöð 2 Sport áður en Fylkir og FH mætast á sömu rás klukkan 19:00. Í millitíðinni mætast Fram og KA á Stöð 2 Sport 5 og ÍA og Breiðablik á hliðarrás Bestu-deildarinnar, en útsending frá þeim leikjum hefst klukkan 16:50. Ísey Tilþrifin verða svo á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 21:20. Að lokum fáum við að sjá tvo leiki í NFL-deildinni í amerískum fótbolta og einn í MLB-deildinni í hafnabolta. Padres og Mets eigast við í MLB-deildinni á Vodafone Sport klukkan 20:00 og klukkan 20:30 mætast Cardinals og Broncos í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 áður en Commanders og Patriots eigast við á sömu rás um leið og klukkan slær miðnætti. Dagskráin í dag Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Við hefjum leik úti á golfvelli þar sem lokadagur Women‘s British Open fer fram á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 11:00 áður en farið verður af stað í hollenska kappakstrinum í Formúlu 1 á Vodafone Sport klukkan 12:30. Klukkan 13:25 hefst svo upphitun fyrir lokaumferð Bestu-deildar kvenna á Stöð 2 Sport, en að umferðinni lokinni verður deildinni skipt upp í efri og neðri hluta. Öll lokaumferðin verður leikin á sama tíma og hefst útsending frá öllum leikjum klukkan 13:50. Íslandsmeistarar Vals heimsækja FH á Stöð 2 Sport, Tindastóll og Keflavík eigast við á Stöð 2 Sport 2, Víkingur sækir Breiðablik heim á Stöð 2 Sport 5 og á hliðarrásum Bestu-deildarinnar eigast Fylkir og Þór/KA við annars vegar og Tindastóll og Keflavík hins vegar. Klukkan 16:10 færum við okkur svo yfir til Þýskalands þar sem tvö Íslendingalið etja kappi í þýska Ofurbikarnum á Vodafone Sport. Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir verða þá að öllum líkindum í eldlínunni þegar Bayern München og Wolfsburg eigast við. Þá tekur Besta-deild karla við með fjórum leikjum. Klukkan 16:05 eigast Valur og Vestri við á Stöð 2 Sport áður en Fylkir og FH mætast á sömu rás klukkan 19:00. Í millitíðinni mætast Fram og KA á Stöð 2 Sport 5 og ÍA og Breiðablik á hliðarrás Bestu-deildarinnar, en útsending frá þeim leikjum hefst klukkan 16:50. Ísey Tilþrifin verða svo á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 21:20. Að lokum fáum við að sjá tvo leiki í NFL-deildinni í amerískum fótbolta og einn í MLB-deildinni í hafnabolta. Padres og Mets eigast við í MLB-deildinni á Vodafone Sport klukkan 20:00 og klukkan 20:30 mætast Cardinals og Broncos í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 áður en Commanders og Patriots eigast við á sömu rás um leið og klukkan slær miðnætti.
Dagskráin í dag Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira