Innlent

Litlar breytingar á eld­gosinu, skriðuhætta og mara­þon

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan 12:00. visir

Litlar breytingar hafa orðið á virkni eldgossins á Sundhúksgígaröðinni frá því í gær, þegar verulega dró úr krafti þess. Gasmengun berst til suðurs í átt að Grindavík, sem er opin íbúum og fólki sem þar starfar. Bláa lónið opnaði í morgun.

Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga.

Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um árásarmanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi.

Þá fjöllum við um dagskrá Menningarnætur og verðum í beinni útsendingu frá Reykjavíkurmaraþoninu.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 24. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×