Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 17:18 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um hvernig hópur skólabarna smitaðist af magakveisu í Emstrum í nótt. Einkenni þeirra benda til að um nóróveiru sé að ræða. Vísir/Arnar Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45
Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44
Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54