Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 17:18 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um hvernig hópur skólabarna smitaðist af magakveisu í Emstrum í nótt. Einkenni þeirra benda til að um nóróveiru sé að ræða. Vísir/Arnar Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45
Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44
Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54