Hlaupa Reykjavíkurmaraþonið saman í fertugasta sinn: „Við ætlum að byrja saman og enda saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 19:16 Þeir Ingvar Garðarsson og Jón Guðmundsson hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í fertugasta sinn á morgun. Vísir/Einar Reykjavíkurmaraþonið fer fram í fertugasta sinn á morgun. Tveir Íslendingar hafa tekið þátt í hverju einasta hlaupi hingað til og verður þar sannarlega ekki breyting á. Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira
Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn