Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2024 10:39 Birna segir allt gert til að tryggja öryggi starfsfólks. Enginn fari inn nema með samþykki almannavarna og þeir verktakar sem fari inn á svæðið stoppi bara í stutta stund. Vísir/Vilhelm og Aðsend Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28
Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37