Sjö slasaðir vegfarendur á sex dögum á höfuðborgarsvæðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 13:19 Mynd er frá vettvangi á Kjalarnesi. Lögreglan Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu. Fram kemur í frétt á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sunnudaginn ellefta ágúst hafi hjólreiðamaður fallið af reiðhjóli á hjólastíg í Traðarlandi í Reykjavík við Blesugróf þegar annar hjólreiðamaður hjólaði aftan á hjólið hans. Hjólreiðamaðurinn sem hjólað var á var fluttur á slysadeild. Ók aftan í vinnuvél Þá voru þrjú umferðarslys tilkynnt miðvikudaginn fjórtánda. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á Vatnsendavegi í Kópavogi við Ögurhvarf. Ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi en gaf sig síðar fram eftir að auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Seinna sama dag var bifreið ekið austur Vesturlandsveg í Reykjavík, í Ártúnsbrekku, og aftan á vinnuvél sem ekið var sömu leið með tendruð gulblikkandi vinnuljós. Ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Þá nótt var bifreið einnig ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg í Reykjavík og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild. Missti stjórn og hafnaði á vegriði Fimmtudaginn fimmtánda ágúst var bifreið ekið snemma morguns austur Vesturlandsveg á Kjalarnesi og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Við það valt bifreiðin út af akbrautinni og inn á miðeyju og hafnaði síðan á vegriði. Að sögn ökumanns var vatnspollur á veginum þar sem hann missti stjórnina en hann var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Föstudaginn sextánda ágúst keyrði bíll aftan á annan bíl á Sæbraut í Reykjavík. Bíllinn sem ekið var á var á sömu leið og var nýtekinn af stað eftir að grænt umferðarljós kviknaði á gatnamótum. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild. „Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög,“ segir á vef lögreglunnar. Bílar Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Fram kemur í frétt á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sunnudaginn ellefta ágúst hafi hjólreiðamaður fallið af reiðhjóli á hjólastíg í Traðarlandi í Reykjavík við Blesugróf þegar annar hjólreiðamaður hjólaði aftan á hjólið hans. Hjólreiðamaðurinn sem hjólað var á var fluttur á slysadeild. Ók aftan í vinnuvél Þá voru þrjú umferðarslys tilkynnt miðvikudaginn fjórtánda. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á Vatnsendavegi í Kópavogi við Ögurhvarf. Ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi en gaf sig síðar fram eftir að auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Seinna sama dag var bifreið ekið austur Vesturlandsveg í Reykjavík, í Ártúnsbrekku, og aftan á vinnuvél sem ekið var sömu leið með tendruð gulblikkandi vinnuljós. Ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Þá nótt var bifreið einnig ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg í Reykjavík og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild. Missti stjórn og hafnaði á vegriði Fimmtudaginn fimmtánda ágúst var bifreið ekið snemma morguns austur Vesturlandsveg á Kjalarnesi og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Við það valt bifreiðin út af akbrautinni og inn á miðeyju og hafnaði síðan á vegriði. Að sögn ökumanns var vatnspollur á veginum þar sem hann missti stjórnina en hann var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Föstudaginn sextánda ágúst keyrði bíll aftan á annan bíl á Sæbraut í Reykjavík. Bíllinn sem ekið var á var á sömu leið og var nýtekinn af stað eftir að grænt umferðarljós kviknaði á gatnamótum. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild. „Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög,“ segir á vef lögreglunnar.
Bílar Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira