Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 12:23 Bílaplönin við Hallgrímskirkju urðu gjaldskyld í sumar. Vísir/Vilhelm Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur. Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur.
Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira