Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 12:23 Bílaplönin við Hallgrímskirkju urðu gjaldskyld í sumar. Vísir/Vilhelm Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur. Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Bílastæðin við Hallgrímskirkju voru lengi ein af fáum gjaldfrjálsum bílastæðum í miðbænum, en í sumar varð breyting þar á, þegar gjaldsvæði eitt og tvö voru útvíkkuð í Reykjavík. Gjaldskyldan nær nú yfir bílaplan Hallgrímskirkju við Egilsgötu og Eiríksgötu, en bílaplanið við Tækniskólann er enn gjaldfrjálst. Til að mynda var gjaldskylda einnig tekin upp á malarplaninu við Háskóla Íslands. Skrítið að leggja kostnaðinn á nemendur Móðir ungrar konu sem er við nám, segir að það skjóti skökku við að fólk sem er að reyna mennta sig þurfi að borga fúlgur fjár í bílastæðasjóð. Þær eiga heima í Njarðvík, og konan ekur þaðan flesta daga í skólann. Það sé alveg nóg að borga slatta í bensínkostnað. „Mér finnst þetta mjög svo skrítið, námið kostar og svo leggst þetta ofaná,“ segir móðirin. Hún furðar sig á því að ekki sé hægt að sækja um einhvers konar bílastæðakort fyrir nemendur. „Þó þeir þyrftu að borga eitthvað smotterí fyrir það, það væri alveg eðlilegt,“ segir hún. „Þetta er bara allt að verða gjaldskylt“ Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, segir að bílastæðum þar sem hægt er að leggja ókeypis hafi fækkað verulega í miðbænum. „Það er bara í samræmi við stefnu um gjaldtöku og vistvænar samgöngur og svoleiðis,“ segir hún. Hún segir að nemendur og starfsfólk Tækniskólans glími við þennan vanda, rétt eins fólk í MR, Kvennó, og Háskóla Íslands. Ekki standi til að skoða einhverja bílastæðapassa fyrir nemendur eða annað slíkt. Hún reiknar allt eins með að það verði komin gjaldskylda einnig á bílaplanið milli Tækniskólans og kirkjunnar á næstunni. „Þetta er bara það sem er að gerast. Ég fæ reglulega fyrirspurnir frá nemendum sem kvarta yfir þessu, en við erum bara í 101 og svona er þróunin,“ segir Hildur.
Reykjavík Bílastæði Bílar Skóla- og menntamál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði