Handbolti

Á­tján marka sigur og stelpurnar spila um 25. sætið á HM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir var næst markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir var næst markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk. HSÍ

Íslenska handboltalandsliðið skipað stúlkum átján ára og yngri vann 33-15 stórsigur gegn Indlandi í næstsíðasta leiknum á HM í Kína. Spilað verður upp á 25. sætið gegn Angóla eða Kasakstan á morgun.

Íslenska liðið hafði algjöra yfirburði gegn því indverska í dag og leiddi með þrettán mörkum í hálfleik, staðan 17-4.

Þær indversku bættu aðeins um betur í seinni hálfleik en íslenska liðið náði mest 21 marks forskoti, 31-10, og sigldi svo afar öruggum 33-15 sigri í höfn.

Þóra Hrafnkelsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 7 mörk, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir fylgdi henni eftir með 6 mörk.

Angóla og Kasakstan mætast klukkan 10:00. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign spilar um 25. sætið á HM gegn Íslandi á morgun klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×