Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2024 13:48 Baráttan um Bandaríkin verða sýndir á Vísi fram að forsetakosningunum 5. nóvember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill. Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Það er óhætt að segja að fólk fylgist vel með þróun mála vestanhafs, enda afar tvísýnt um úrslit, ekki síst eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ákvað að stíga til hliðar og styðja Kamölu Harris sem forsetaefni Demókrataflokksins. Samkvæmt spá New York Times, þar sem teknar eru saman niðurstöður nýjustu skoðanakannana, nýtur Harris nú stuðnings 49 prósent kjósenda en Donald Trump 47 prósent. Ef horft er til barátturíkjanna sex myndi Harris bera sigur úr býtum í Wisconsin og Michigan en Trump í Nevada og Georgíu. Harris og Trump eru hnífjöfn í Pennsylvaníu og Arizona en Harris þarf að taka Pennsylvaníu og að minnsta kosti tvö önnur ríki til að vinna á meðan það myndi duga Trump að taka Pennsylvaníu og Georgíu. Þetta er að því gefnu að úrslitin í öðrum ríkjum falli eins og líkur standa til. Margt getur gerst á 74 dögum Landsþing Demókrataflokksins stendur nú yfir og lýkur í kvöld, þar sem Harris mun stíga á svið og biðla til kjósenda. Hún og varaforsetaefnið hennar, ríkisstjórinn Tim Walz, hafa notið mikils meðbyrs síðustu vikur en Barack Obama, Bill Clinton og ýmsir sérfræðingar hafa varað við því að enn sé langt í land. Trump og varaforsetaefni hans, öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance, njóta enda gríðarlegs stuðnings meðal stórra hópa kjósenda, sem þykja þeir hafa verið hunsaðir og vanræktir. Kandídatarnir, staðan og framhaldið verða til umræðu í Baráttan um Bandaríkin, sem sýndur verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 13 á morgun. Umsjón hefur Hólmfríður Gísladóttir blaðamaður en gestur verður Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og almannatengill.
Bandaríkin Baráttan um Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir „Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30 Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 „78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
„Þjálfari Walz“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. 22. ágúst 2024 08:30
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35
„78 ára milljarðamæringur sem hefur ekki hætt að væla um vandamálin sín“ Barack og Michelle Obama, Bernie Sanders og nokkrir háttsettir Repúblikanar voru meðal þeirra sem komu fram á landsþingi Demókrataflokksins í gær. 21. ágúst 2024 07:28