Það tók Ronaldi aðeins níutíu mínútur að ná upp í milljón áskrifendur að Youtube síðunni en á síðunni ætlar að hann að gefa áhugasömum innsýn í sitt líf á bak við tjöldin.
Cristiano Ronaldo has broken the world record for becoming the fastest YouTube channel to hit 1 million subscribers (90 minutes) 🤯🐐 pic.twitter.com/WPDjBLMuX8
— ESPN UK (@ESPNUK) August 21, 2024
Allir þeir sem fá milljón fylgjendur fá sérstakan platta frá Youtube. Ronaldo gat opnað pakka með plattanum með fjölskyldu sinni sama kvöld og hann setti síðuna í loftið. Hann sýndi frá þeirri stundu á samfélagsmiðlum sínum.
Ronaldo var samt hvergi nærri hættur því áskrifendurnir streymdu að allan daginn.
Það vakti líka athygli að Ronaldo fór fram úr erkifjenda sínum Lionel Messi á innan við tveimur klukkutímum.
Messi er með 2,33 milljónir áskrifenda að Youtube síðu sinni en áskrifendur Ronaldo eru þegar komnir yfir fimmtán milljónir á rúmum sólarhring.
Þegar eru komnar inn átján mismunandi myndbönd þar af spurningakeppni milli Ronaldo og eiginkonu hans Georginu Rodríguez sem má sjá hér fyrir neðan.