Fótbolti

Ronaldo fór fram úr Messi á innan við tveimur tímum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo er vinsæll og það sást vel þegar hann setti nýja Youtube síðu sína í loftið.
Cristiano Ronaldo er vinsæll og það sást vel þegar hann setti nýja Youtube síðu sína í loftið. Getty/Mateusz Slodkowski

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo skellti í eitt heimsmet í gær þegar hann setti nýju Youtube síðuna sína í loftið. Aldrei hefur stofnandi Youtube síðu verið fljótari upp í milljón.

Það tók Ronaldi aðeins níutíu mínútur að ná upp í milljón áskrifendur að Youtube síðunni en á síðunni ætlar að hann að gefa áhugasömum innsýn í sitt líf á bak við tjöldin.

Allir þeir sem fá milljón fylgjendur fá sérstakan platta frá Youtube. Ronaldo gat opnað pakka með plattanum með fjölskyldu sinni sama kvöld og hann setti síðuna í loftið. Hann sýndi frá þeirri stundu á samfélagsmiðlum sínum.

Ronaldo var samt hvergi nærri hættur því áskrifendurnir streymdu að allan daginn.

Það vakti líka athygli að Ronaldo fór fram úr erkifjenda sínum Lionel Messi á innan við tveimur klukkutímum.

Messi er með 2,33 milljónir áskrifenda að Youtube síðu sinni en áskrifendur Ronaldo eru þegar komnir yfir fimmtán milljónir á rúmum sólarhring.

Þegar eru komnar inn átján mismunandi myndbönd þar af spurningakeppni milli Ronaldo og eiginkonu hans Georginu Rodríguez sem má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×