Hjálpaði Anníe Mist á heimsleikunum en var svo settur á svartan lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2024 08:32 Anníe Mist Þórisdóttir lenti í miklum vandræðum í þriðji greininni á heimsleikunum árið 2015. Hún hélt áfram eftir að hafa fengið hitaslag en það varð á endanum til þess að hún hætti keppni. @crossfitgames Læknir sem reyndi að hjálpa Anníe Mist Þórisdóttur þegar hún fékk hitaslag á heimsleikunum 2015, segir farir sínar ekki sléttar þegar kemur að því að benda skipuleggjendum CrossFit heimsleikanna á hættulegar aðstæður fyrir keppendur. Læknirinn heitir Adam Schulte. Hann var sjálfboðaliði í læknaliði heimsleikanna fyrir níu árum síðan þegar hann vogaði sér að gagnrýna hvernig staðið var að öryggi keppenda. Hann sást aldrei aftur á leikunum. Allt bendir í sömu átt Morning Chalk Up ræddi við Schulte en mikil umræða hefur verið um öryggi keppenda eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Í framhaldinu hafa margir úr hópi besta CrossFit fólks heims gagnrýnt það að ekkert var hlustað á varnaðarorð þeirra undanfarin ár. Saga þessa læknis er enn eitt dæmið um það að það voru vissulega næg tækifæri fyrir yfirmenn heimsleikanna til að bregðast við og passa betur upp á öryggi keppenda á heimsleikunum. Í staðinn var ákvörðunin að stinga hausnum í sandinn og losa sig við eða hunsa allar gagnrýnisraddir. Schulte hafði verið fastagestur á leikunum þar til að hann gagnrýndi stjórnendur leikanna. Hann var sem dæmi í læknaliðinu á bæði heimsleikunum 2013 og 2014 og aðstoðaði líka í undankeppninni fyrir leikana á þessum árum. Hugaði að Anníe þegar hún fékk hitaslag Í tilfelli Anníe Mistar þá var hún að glíma við hina krefjandi Murph æfingu í miklum hita og fékk hitaslag. Schulte sá að eitthvað var að, kom til Anníe og gekk með henni. Schulte segist hafa séð að Anníe hafi verið föl og gráleit yfirlitum og hafi virkað ráðvillt. Anníe Mist Þórisdóttir hefur klárað alla heimsleika sem hún hefur byrjað nema þessa árið 2015.@anniethorisdottir Anníe hætti seinna keppni á þessum heimsleikum vegna afleiðinganna af þessum hitaslagi. Þetta eru einu heimsleikarnir sem hún hefur byrjað en ekki klárað. Urðu að leyfa þeim að halda áfram Schulte segir að læknarnir á heimsleikunum hafi ekki haft heimild til að stoppa keppendur þótt þeir óttuðust um öryggi þeirra. „Við höfðum ekki leyfi til þess. Ef íþróttamaður ætlaði sér að halda áfram, þá gátum við spurt þau um það hvort þau væru viss um að þau gætu haldið áfram en svo urðum við bara að leyfa þeim halda áfram,“ sagði Schulte. Schulte ræddi það líka þegar leið yfir Köru Saunders eftir að hún kláraði sömu æfingu. Það var augljóst að hans mati að hún þurfti á læknisaðstoð að halda og það strax. Skrifaði pistil um öryggi keppenda Í greininni kemur fram að það þekki ekki margir nafn Schulte og það sé vegna þess að hann var settur á svartan lista. Hann skrifaði pistil á netið eftir þessa heimsleika þar sem hann gagnrýndi CrossFit samtökin fyrir að hugsa ekki nógu mikið um heilsu og öryggi keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Hann hefur ekki fengið að vinna á CrossFit móti síðan, hvorki á heimsleikunum eða öðrum mótum tengdum CrossFit samtökunum. Hann vildi fá að hjálpa til á heimsleikunum 2016 en fékk skýr svör um að nærveru hans væri ekki óskað. Nú eru þau örvæntingarfull Schulte segist sjá eftir því að hafa ekki fundið réttu leiðina til að koma breytingum í gegn. „Ef ég hefði fundið réttu orðin og réttu aðferðina. Ég held samt að ekkert okkar, hvort sem við vorum íþróttafólk eða sjálfboðaliðar, hefðum getað náð athygli þeirra og fengið þau til að gera réttu breytingarnar,“ sagði Schulte. „Það átti samt aldrei að þurfa að koma til dauðsfall hjá keppenda til að vekja þau af þessum blundi. Nú eru þau örvæntingarfull og finnst þau þurfa að breyta öllu,“ sagði Schulte. Það má lesa meira um þetta hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Læknirinn heitir Adam Schulte. Hann var sjálfboðaliði í læknaliði heimsleikanna fyrir níu árum síðan þegar hann vogaði sér að gagnrýna hvernig staðið var að öryggi keppenda. Hann sást aldrei aftur á leikunum. Allt bendir í sömu átt Morning Chalk Up ræddi við Schulte en mikil umræða hefur verið um öryggi keppenda eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Í framhaldinu hafa margir úr hópi besta CrossFit fólks heims gagnrýnt það að ekkert var hlustað á varnaðarorð þeirra undanfarin ár. Saga þessa læknis er enn eitt dæmið um það að það voru vissulega næg tækifæri fyrir yfirmenn heimsleikanna til að bregðast við og passa betur upp á öryggi keppenda á heimsleikunum. Í staðinn var ákvörðunin að stinga hausnum í sandinn og losa sig við eða hunsa allar gagnrýnisraddir. Schulte hafði verið fastagestur á leikunum þar til að hann gagnrýndi stjórnendur leikanna. Hann var sem dæmi í læknaliðinu á bæði heimsleikunum 2013 og 2014 og aðstoðaði líka í undankeppninni fyrir leikana á þessum árum. Hugaði að Anníe þegar hún fékk hitaslag Í tilfelli Anníe Mistar þá var hún að glíma við hina krefjandi Murph æfingu í miklum hita og fékk hitaslag. Schulte sá að eitthvað var að, kom til Anníe og gekk með henni. Schulte segist hafa séð að Anníe hafi verið föl og gráleit yfirlitum og hafi virkað ráðvillt. Anníe Mist Þórisdóttir hefur klárað alla heimsleika sem hún hefur byrjað nema þessa árið 2015.@anniethorisdottir Anníe hætti seinna keppni á þessum heimsleikum vegna afleiðinganna af þessum hitaslagi. Þetta eru einu heimsleikarnir sem hún hefur byrjað en ekki klárað. Urðu að leyfa þeim að halda áfram Schulte segir að læknarnir á heimsleikunum hafi ekki haft heimild til að stoppa keppendur þótt þeir óttuðust um öryggi þeirra. „Við höfðum ekki leyfi til þess. Ef íþróttamaður ætlaði sér að halda áfram, þá gátum við spurt þau um það hvort þau væru viss um að þau gætu haldið áfram en svo urðum við bara að leyfa þeim halda áfram,“ sagði Schulte. Schulte ræddi það líka þegar leið yfir Köru Saunders eftir að hún kláraði sömu æfingu. Það var augljóst að hans mati að hún þurfti á læknisaðstoð að halda og það strax. Skrifaði pistil um öryggi keppenda Í greininni kemur fram að það þekki ekki margir nafn Schulte og það sé vegna þess að hann var settur á svartan lista. Hann skrifaði pistil á netið eftir þessa heimsleika þar sem hann gagnrýndi CrossFit samtökin fyrir að hugsa ekki nógu mikið um heilsu og öryggi keppenda. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Hann hefur ekki fengið að vinna á CrossFit móti síðan, hvorki á heimsleikunum eða öðrum mótum tengdum CrossFit samtökunum. Hann vildi fá að hjálpa til á heimsleikunum 2016 en fékk skýr svör um að nærveru hans væri ekki óskað. Nú eru þau örvæntingarfull Schulte segist sjá eftir því að hafa ekki fundið réttu leiðina til að koma breytingum í gegn. „Ef ég hefði fundið réttu orðin og réttu aðferðina. Ég held samt að ekkert okkar, hvort sem við vorum íþróttafólk eða sjálfboðaliðar, hefðum getað náð athygli þeirra og fengið þau til að gera réttu breytingarnar,“ sagði Schulte. „Það átti samt aldrei að þurfa að koma til dauðsfall hjá keppenda til að vekja þau af þessum blundi. Nú eru þau örvæntingarfull og finnst þau þurfa að breyta öllu,“ sagði Schulte. Það má lesa meira um þetta hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti