Hið gleymda helvíti á jörðu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 08:01 Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu. Þar benti Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á það að í Súdan ríki ein mesta neyðar- og mannúðarkrísa sem heimurinn hefði staðið frammi fyrir. Ein birtingarmynd þess væri kerfisbundnar nauðganir þar sem milljónir kvenna og stúlkna hefðu verið beittar kynbundnu ofbeldi. Þar eru lítil stúlkubörn ekki undanskilin. Höfuðborgin Khartoum hefur verið lögð í rúst og þótt tölur um fallna séu á reiki er ljóst að tugir þúsunda hafi látið lífið í átökunum í það minnsta. Um 12 milljónir manna hafa flúið heimili sín og 26 milljónir manna í Súdan eru á barmi hungursneyðar og þarfnast mannúðaraðstoðar. Þar geysar nú versta hungursneyð veraldar. Þessar staðreyndir eru þyngri en tárum taki. Það er óskiljanlegt hversu litla athygli ástandið hefur fengið á heimsvísu, en almenningur í Súdan upplifir sig algjörlega afskiptan. Stríðið hefur enda verið kallað gleymda stríðið. Við í utanríkismálanefnd höfum haft málið til umfjöllunar og ég lagði auk þess fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um ástandið í Súdan. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um hvort íslensk stjórnvöld hefðu vakið máls á ástandinu í Súdan á alþjóðlegum vettvangi og þá með hvaða hætti. Utanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurninni og greint frá því að íslensk stjórnvöld hafi vakið máls á ástandinu á alþjóðlegum vettvangi. Ísland hafi tekið þátt í alþjóðlegum framlagaráðstefnum vegna þessa og ráðherrann hafi sérstaklega vakið máls á fregnum af kynferðisofbeldi og fjölda vegalausra einstaklinga í Súdan. Íslensk stjórnvöld hafi sömuleiðis tekið málið upp á vettvangi mannréttindaráðsins og staðið að sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um hörmungarnar. Þá upplýsti ráðherrann að Ísland hefði innleitt þvingunaraðgerðir ESB varðandi Súdan og tekið undir yfirlýsingar sambandsins um málefni Súdan. Því miður geysa hræðileg átök víða um heim og skýrir það að hluta áhugaleysi alþjóðasamfélagsins og almennings á málefnum Súdan. Þessi átök eiga það þó sammerkt með fleirum að illvirkjar í Íran og Rússlandi hafa með virkum hætti skipt sér af þeim. Ég mun halda áfram að vekja athygli á stöðunni og geri ráð fyrir áframhaldandi umfjöllun í utanríkismálanefnd. Ísland man eftir Súdan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Súdan Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu. Þar benti Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á það að í Súdan ríki ein mesta neyðar- og mannúðarkrísa sem heimurinn hefði staðið frammi fyrir. Ein birtingarmynd þess væri kerfisbundnar nauðganir þar sem milljónir kvenna og stúlkna hefðu verið beittar kynbundnu ofbeldi. Þar eru lítil stúlkubörn ekki undanskilin. Höfuðborgin Khartoum hefur verið lögð í rúst og þótt tölur um fallna séu á reiki er ljóst að tugir þúsunda hafi látið lífið í átökunum í það minnsta. Um 12 milljónir manna hafa flúið heimili sín og 26 milljónir manna í Súdan eru á barmi hungursneyðar og þarfnast mannúðaraðstoðar. Þar geysar nú versta hungursneyð veraldar. Þessar staðreyndir eru þyngri en tárum taki. Það er óskiljanlegt hversu litla athygli ástandið hefur fengið á heimsvísu, en almenningur í Súdan upplifir sig algjörlega afskiptan. Stríðið hefur enda verið kallað gleymda stríðið. Við í utanríkismálanefnd höfum haft málið til umfjöllunar og ég lagði auk þess fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um ástandið í Súdan. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um hvort íslensk stjórnvöld hefðu vakið máls á ástandinu í Súdan á alþjóðlegum vettvangi og þá með hvaða hætti. Utanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurninni og greint frá því að íslensk stjórnvöld hafi vakið máls á ástandinu á alþjóðlegum vettvangi. Ísland hafi tekið þátt í alþjóðlegum framlagaráðstefnum vegna þessa og ráðherrann hafi sérstaklega vakið máls á fregnum af kynferðisofbeldi og fjölda vegalausra einstaklinga í Súdan. Íslensk stjórnvöld hafi sömuleiðis tekið málið upp á vettvangi mannréttindaráðsins og staðið að sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um hörmungarnar. Þá upplýsti ráðherrann að Ísland hefði innleitt þvingunaraðgerðir ESB varðandi Súdan og tekið undir yfirlýsingar sambandsins um málefni Súdan. Því miður geysa hræðileg átök víða um heim og skýrir það að hluta áhugaleysi alþjóðasamfélagsins og almennings á málefnum Súdan. Þessi átök eiga það þó sammerkt með fleirum að illvirkjar í Íran og Rússlandi hafa með virkum hætti skipt sér af þeim. Ég mun halda áfram að vekja athygli á stöðunni og geri ráð fyrir áframhaldandi umfjöllun í utanríkismálanefnd. Ísland man eftir Súdan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun