Hið gleymda helvíti á jörðu Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 08:01 Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu. Þar benti Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á það að í Súdan ríki ein mesta neyðar- og mannúðarkrísa sem heimurinn hefði staðið frammi fyrir. Ein birtingarmynd þess væri kerfisbundnar nauðganir þar sem milljónir kvenna og stúlkna hefðu verið beittar kynbundnu ofbeldi. Þar eru lítil stúlkubörn ekki undanskilin. Höfuðborgin Khartoum hefur verið lögð í rúst og þótt tölur um fallna séu á reiki er ljóst að tugir þúsunda hafi látið lífið í átökunum í það minnsta. Um 12 milljónir manna hafa flúið heimili sín og 26 milljónir manna í Súdan eru á barmi hungursneyðar og þarfnast mannúðaraðstoðar. Þar geysar nú versta hungursneyð veraldar. Þessar staðreyndir eru þyngri en tárum taki. Það er óskiljanlegt hversu litla athygli ástandið hefur fengið á heimsvísu, en almenningur í Súdan upplifir sig algjörlega afskiptan. Stríðið hefur enda verið kallað gleymda stríðið. Við í utanríkismálanefnd höfum haft málið til umfjöllunar og ég lagði auk þess fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um ástandið í Súdan. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um hvort íslensk stjórnvöld hefðu vakið máls á ástandinu í Súdan á alþjóðlegum vettvangi og þá með hvaða hætti. Utanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurninni og greint frá því að íslensk stjórnvöld hafi vakið máls á ástandinu á alþjóðlegum vettvangi. Ísland hafi tekið þátt í alþjóðlegum framlagaráðstefnum vegna þessa og ráðherrann hafi sérstaklega vakið máls á fregnum af kynferðisofbeldi og fjölda vegalausra einstaklinga í Súdan. Íslensk stjórnvöld hafi sömuleiðis tekið málið upp á vettvangi mannréttindaráðsins og staðið að sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um hörmungarnar. Þá upplýsti ráðherrann að Ísland hefði innleitt þvingunaraðgerðir ESB varðandi Súdan og tekið undir yfirlýsingar sambandsins um málefni Súdan. Því miður geysa hræðileg átök víða um heim og skýrir það að hluta áhugaleysi alþjóðasamfélagsins og almennings á málefnum Súdan. Þessi átök eiga það þó sammerkt með fleirum að illvirkjar í Íran og Rússlandi hafa með virkum hætti skipt sér af þeim. Ég mun halda áfram að vekja athygli á stöðunni og geri ráð fyrir áframhaldandi umfjöllun í utanríkismálanefnd. Ísland man eftir Súdan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Súdan Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu. Þar benti Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á það að í Súdan ríki ein mesta neyðar- og mannúðarkrísa sem heimurinn hefði staðið frammi fyrir. Ein birtingarmynd þess væri kerfisbundnar nauðganir þar sem milljónir kvenna og stúlkna hefðu verið beittar kynbundnu ofbeldi. Þar eru lítil stúlkubörn ekki undanskilin. Höfuðborgin Khartoum hefur verið lögð í rúst og þótt tölur um fallna séu á reiki er ljóst að tugir þúsunda hafi látið lífið í átökunum í það minnsta. Um 12 milljónir manna hafa flúið heimili sín og 26 milljónir manna í Súdan eru á barmi hungursneyðar og þarfnast mannúðaraðstoðar. Þar geysar nú versta hungursneyð veraldar. Þessar staðreyndir eru þyngri en tárum taki. Það er óskiljanlegt hversu litla athygli ástandið hefur fengið á heimsvísu, en almenningur í Súdan upplifir sig algjörlega afskiptan. Stríðið hefur enda verið kallað gleymda stríðið. Við í utanríkismálanefnd höfum haft málið til umfjöllunar og ég lagði auk þess fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkisráðherra um ástandið í Súdan. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um hvort íslensk stjórnvöld hefðu vakið máls á ástandinu í Súdan á alþjóðlegum vettvangi og þá með hvaða hætti. Utanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurninni og greint frá því að íslensk stjórnvöld hafi vakið máls á ástandinu á alþjóðlegum vettvangi. Ísland hafi tekið þátt í alþjóðlegum framlagaráðstefnum vegna þessa og ráðherrann hafi sérstaklega vakið máls á fregnum af kynferðisofbeldi og fjölda vegalausra einstaklinga í Súdan. Íslensk stjórnvöld hafi sömuleiðis tekið málið upp á vettvangi mannréttindaráðsins og staðið að sameiginlegri yfirlýsingu Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um hörmungarnar. Þá upplýsti ráðherrann að Ísland hefði innleitt þvingunaraðgerðir ESB varðandi Súdan og tekið undir yfirlýsingar sambandsins um málefni Súdan. Því miður geysa hræðileg átök víða um heim og skýrir það að hluta áhugaleysi alþjóðasamfélagsins og almennings á málefnum Súdan. Þessi átök eiga það þó sammerkt með fleirum að illvirkjar í Íran og Rússlandi hafa með virkum hætti skipt sér af þeim. Ég mun halda áfram að vekja athygli á stöðunni og geri ráð fyrir áframhaldandi umfjöllun í utanríkismálanefnd. Ísland man eftir Súdan. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun